Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 02. október 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Davíð Þór Viðars spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
,,Hef grun um að Steve McLaren líði eins og hann sé staddur á Silverstone brautinni, slíkur verður hraðinn hjá City mönnum.
,,Hef grun um að Steve McLaren líði eins og hann sé staddur á Silverstone brautinni, slíkur verður hraðinn hjá City mönnum.
Mynd: Getty Images
Fellaini skorar gegn Arsenal samkvæmt spánni.
Fellaini skorar gegn Arsenal samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Egill Helgason hefur oft verið getspakari en í síðustu viku þegar hann var einungis með þrjá rétta í enska boltanum.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH, spáir í spilin að þessu sinni.

„Illa svikinn ef að ég skora ekki hátt í þessari spá," sagði Davíð en spá hans má sjá hér að neðan.

Crystal Palace 2 - 2 WBA (11:45 á morgun)
Tveir magnaðir knattspyrnustjórar að mætast. Leikurinn verður ágætur en aðalskemmtunin verður þegar myndavélarnar eru á þeim.

Aston Villa 3 - 3 Stoke (14:00 á morgun)
Þetta verður markaleikur, Sherwood setur Agbonlahor inná í stöðunni 1-3 þegar lítið er eftir og hann kemur ekki nálægt mörkunum tveimur sem að þeir skora. Mark Hughes verður því ekki nóg fyrir Stoke.

Bournemouth 1 - 1 Watford (14:00 á morgun)
Quique Sanches Flores hefur marga fjöruna sopið en þeir lenda í vandræðum með Eddie How(e) og lærisveina hans við vesturströnd Englands. Sanngjarnt jafntefli þar sem Flores spyr sig eftir leikinn hvernig þetta gat gerst.

Manchester City 1 - 0 Newcastle (14:00 á morgun)
Sonur minn er mikill City og Pellegrini maður og ég bað hann um að tippa á þennan leik (eins og reyndar alla hina). Bjóst við einhverjum stórum tölum en hans ágiskun er 1-0 sigur City og Aguero skori markið. Hef grun um að Steve McLaren líði eins og hann sé staddur á Silverstone brautinni, slíkur verður hraðinn hjá City mönnum.

Norwich 3 - 0 Leicester (14:00 á morgun)
Ranieri og hans menn lenda á vegg gegn Alex Neil og félögum í Norwich.

Sunderland 4 - 4 West Ham (14:00 á morgun)
Dick Advocaat þarf virkilega á sigri að halda og þeir byrja vel í leiknum og ná 4-1 forystu þegar 30 mínútur eru eftir. Enner Valencia skorar þrennu á síðasta hálftímanum og Slaven Bilic hugsar með sér í rútunni heim: „Enn er Valencia að bjarga mér!“

Chelsea 1 - 0 Southampton (16:30 á morgun)
Okkar maður Eden Hazard verður mjög hættulegur í leiknum og skorar eina mark leiksins.

Everton 2 - 2 Liverpool (12:30 á sunnudag)
Brendan Rodgers er nánast búinn að brenna allar brýr að baki sér og lendir í vandræðum gegn Roberto Martinez og lærisveinum. Þeir ná að bjarga stigi í lokin.

Arsenal 0 - 3 Manchester United (15:00 á sunnudag)
Sonur minn er einnig mikill United maður og spáir þeim öruggum 0-3 sigri gegn Wenger & Co. Van Gaal velur rétt lið og Rooney, Schweinsteiger og Fellaini skora. Giroud skorar ekki.

Swansea 1 - 0 Tottenham (15:00 á sunnudag)
Pochettino telur sig vera með Swansea í vasanum en það má aldrei vanmeta Gary Monk og undirmenn hans. Gylfi skorar sigurmarkið, setur hann undir vegginn í aukaspyrnu.

Fyrri spámenn:
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner