Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 16. október 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Gísli Marteinn spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Klopp stýrir Liverpool í fyrsta skipti á morgun.
Klopp stýrir Liverpool í fyrsta skipti á morgun.
Mynd: Getty Images
Chelsea kemst aftur á beinu brautina samkvæmt spá Gísla.
Chelsea kemst aftur á beinu brautina samkvæmt spá Gísla.
Mynd: Getty Images
Davíð Þór Viðarsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Marteinn Baldursson fær að spreyta sig í spánni að þessu sinni. Gísli Marteinn styður Liverpool og bíður spenntur eftir fyrsta leiknum undir stjórn Jurgen Klopp á morgun.

„Ég er mjög ánægður með Klopp en ég var líka ánægður með Rodgers framan af. Ég býst ekki við neinum kraftaverkum en vona að menn gefi Klopp góðan tíma til að setja mark sitt á þetta. Ég vona að hann nái góðum árangri í vetur en ég held að allir séu að setja stefnuna á góðan árangur á næsta tímabili," sagði Gísli Marteinn við Fótbolta.net.


Tottenham 0 - 2 Liverpool (11:45 á morgun)
Sóknarmannslausir Liverpool menn verða dýrvitlausir að sanna sig fyrir nýjum þjálfara og vinna.

Chelsea 3 - 0 Aston Villa (14:00 á morgun)
Ég held að þetta niðurlægingartímabil Chelsea sé á enda. Getan í mannskapnum mun sýna sig og þeir vinna sannfærandi.

Crystal Palace 2 - 1 West Ham (14:00 á morgun)
Útivallar form West Ham nær ekki að skyggja á gott lið Crystal Palace.

Everton 1 - 1 Manchester United (14:00 á morgun)
United hafa ekki verið sannfærandi. Everton hafa verið ágætir en þessi lið eru áþekk að getu eins og þau eru að spila núna.

Manchester 4 - 0 Bournemouth (14:00 á morgun)
City pakkar þessu saman.

Southampton 1 - 0 Leicester (14:00 á morgun)
Leicester ævintýrið hlýtur að fara að klárast. Koeman er frábær þjálfari og virðist ætla að ná sínu öðru góða tímabili í röð. Southampton er með sterka vörn sem heldur hreinu.

WBA 0 - 0 Sunderland (14:00 á morgun)
Ég held að þetta verði mjög leiðinlegt. West Brom er með Pulis taktík og Stóri Sam vill ekki tapa fyrsta leik með Sunderland.

Watford 0 - 3 Arsenal (16:0 á morgun)
Arsenal hefur verið næstmest sannfærandi á eftir City í byrjun móts og ég sé þá ekki hætta því. Það er eitthvað gott að gerast hjá þeim.

Newcastle 1 - 0 Norwich (15:00 á sunnudag)
Ég veit ekki hversu mikið dýpra Newcastle getur sokkið. Það er frábært fyrir þá að fá þennan leik núna til að snúa þessu hugsanlega við.

Swansea 2 - 0 Stoke (19:00 á mánudag)
Swansea hefur valdið smá vonbrigðum í upphafi móts og það er kannski af því að Gylfi okkar Sigurðsson hefur ekki verið jafn afgerandi á miðjunni og áður. Við vonum að Gylfi sé farinn að husga það mikið ti Frakklands að hann hrökkvi í gang og leiði Swansea til sigurs.

Fyrri spámenn:
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner