Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Tveggja Turna Tal - Nik Chamberlain
Útvarpsþátturinn - Máni fer um víðan völl
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Víkingur vs Íþróttavikan
Hugarburðarbolti GW12 Man City tapaði fjórða leiknum í röð!
Enski boltinn - Liverpool er bara besta lið Evrópu
Tveggja Turna Tal - Jóhann Birnir Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Breiðablik vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti - Liverpool aftur á toppinn!
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Afturelding vs Dr. Football
Hugarburðarbolti GW9 Erik ten Hag rekinn!
Enski boltinn - Ten Hag rekinn og dramatík á Emirates
   fös 15. apríl 2016 13:45
Magnús Már Einarsson
Gulli Jóns: Fólk á Akranesi vill þetta
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Árni Snær spyrnir fram völlinn.
Árni Snær spyrnir fram völlinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Við höfum verið að spila ágætlega í vetur en blaðamenn Fótbolta.net horfa örugglega í að við höfum ekki fengið risa liðsstyrk. Ég held að við getum að mörgu leyti farið undir radarinn," segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, en liðinu er spáð 10. sæti í Pepsi-deildinni í sumar hjá Fótbolta.net.

ÍA endaði í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni í fyrra eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni árið áður.

„Markmiðið í ár, á öðru ári í úrvalsdeild, er að festa okkur í sessi í úrvalsdeild. Við setjum stefnuna ekki á ákveðið sæti en það væri frábært ef við gætum verið á sömu slóðum í fyrra."

Ungir strákar í stað nýrra leikmanna
ÍA hefur verið rólegasta liðið á leikmannamarkaðinum í vetur en Martin Hummervoll og Andri Geir Alexandersson eru einu leikmennirnir sem hafa komið til félagsins.

„Ástæðan fyrir því er sú að við erum að fá unga leikmenn upp sem voru ekki klárir í fyrra og aðrir sem voru ekki klárir í fyrra. Þeir þétta hópinn og koma inn í rýmið sem skapaðist þegar aðrir leikmenn fóru. Það er spennandi að fara inn í mótið með marga leikmenn sem fáir þekkja," sagði Gunnlaugur.

Albert Hafsteinsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson komu öflugir inn í lið ÍA í fyrra og Gunnlaugur segir að leikmenn eins og Aron Ingi Kristinsson, Arnór Sigurðsson, Hafþór Pétursson, Steinar Þorsteinsson, Stefán Teitur Þórðarson og Tryggvi Hrafn Haraldsson séu á meðal leikmanna sem gætu komið inn í liðið í sumar.

„Það er ekkert leyndarmál að okkar markmið er að koma þessum strákum á fót og að klúbburinn byggi liðið upp á þessum strákum í framhaldinu. Það er það sem klúbburinn hefur gert í gegnum tíðina og við teljum að þetta sé rétta stefnan til að ná klúbbnum upp á næsta level. Fólk á Akranesi vill þetta og við erum sammála fólkinu."

Í leit að miðjumanni
Einn leikmaður gæti bæst við hópinn hjá ÍA fyrir mót en liðið er að leita að miðjumanni.

„Við höfum verið á höttunum á eftir miðjumanni en hann hefur ekki fundist. Við verðum að sjá til hvort við finnum þann leikmann fyrir lok gluggans um miðjan maí. Við erum undirbúnir undir það ef hann kemur ekki. Við erum að leita að varnarþenkjandi miðjumanni, öðruvísi týpu en við erum með," sagði Gunnlaugur sem myndi velja miðjumann ef hann mætti velja sér einn leikmann úr öðru liði í Pepsi-deildinni.

„Við erum að leita að djúpum miðjumanni og leikmaður eins og Finnur Orri Margeirsson væri velkominn í hópinn. Jafnvel félagi hans Guðmundur Kristjánsson, í Start, ef hann væri á lausu."

„Árni með bestu löppina í deildinni"
Í fyrra beitti ÍA mikið af löngum sendingum fram völlinn. Árni Snær Ólafsson, markvörður liðsins, átti 648 langar sendingar í deildinni í fyrra, 250 sendingum meira en Gunnar Nielsen sem var í öðru sæti yfir flestar langar sendingar. Verður leikstíll ÍA áfram svipaður?

„Við reynum að þróa okkur á milli ára. Eins og tölurnar benda til þá erum við beinskeyttir fram á við. Við höfum gríðarlega kosti í Árna. Hann er að mínu mati með bestu löppina af öllum leikmönnum í þessari deild. Oft á tíðum í fyrra þá voru þessir löngu boltar beint upp á framherjana. Við höfum aðeins reynt að breyta því, hann er farinn að finna menn í skrokkinn og út á kanti. Við sjáum hvernig þetta spilast en við breytum ekki miklu."

„Í einhverjum leikjum í fyrra var þetta kannski of mikið en mér fannst þetta fúnkera ágætlega. Þetta virkaði til dæmis gegn FH þar sem við gerðum harða hríð að þeim undir lokin og vorum nálægt því að jafna. Stundum virkar þetta og stundum ekki. Þetta er vopn sem er erfitt að eiga við."


Árni Snær tók einnig aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig í leik gegn FH í fyrra. Er líklegt að það sjáist aftur í sumar? „Ég veit það ekki. Það var split-second ákvörðun sem við tókum og hún var ekki undirbúin. Það verður bara að koma í ljós," sagði Gunnlaugur.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Gunnlaug í heild.
Athugasemdir
banner
banner