Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 03. apríl 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Á að verða besti íþróttaleikvangur heimsins
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur kynnt áætlanir um miklar endurbætur á Bernabeu leikvangnum.

Hann segir að leikvangurinn verði þar með sá besti í heimi en allar aðstæður verða stórbættar og færanlegt þak sett á.

Á leikvangnum á að koma fyrir risastórum 360 gráðu sjónvarpsská í loftinu en sætafjöldi mun áfram vera sá sami, hann á að taka áfram 80 þúsund manns.

Framkvæmdir eiga að taka 3-4 ár en Real Madrid mun áfram spila á vellinum á meðan þær standa yfir.

Mauricio Pochettino lýsti því yfir á dögunum að nýr leikvangur Tottenham væri sá besti í heiminum í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner