Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 05. maí 2024 20:03
Daníel Smári Magnússon
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ásgeiri eftir leik dagsins.
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ásgeiri eftir leik dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur með hvernig við komum inn í leikinn, hryllilega soft fyrstu mínúturnar. En þá er maður bara jafnframt stoltur af því hvernig við komum út í seinni hálfleik og settum á þá. En svo bara svekktur að hafa ekki klárað leikinn, fengum alveg færin í það,'' sagði Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, eftir 1-1 jafntefli gegn KR í Bestu-deild karla í kvöld. Ásgeir skoraði jöfnunarmark KA í leiknum og hefði mögulega getað bætt við einu, ef ekki tveimur í viðbót.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Dómgæslan í leiknum var tilviljanakennd og línan sem var sett nokkuð óskýr. Hvað hafði Ásgeir að segja um hana og atvikið þar sem að hann er tekinn niður af Smit?

„Fannst nú eiginlega ekkert vera lína í þessu. Þetta var eitthvað mjög skrítið. Ég hefði bara viljað halda áfram, var kominn framhjá honum og hann sparkar mig niður, en ég næ að standa upp aftur. En þá var hann búinn að dæma á það og þá býst maður alltaf við rauða spjaldinu, en ég ætla ekki að tjá mig of mikið um það,'' sagði Ásgeir.

Einhver orðaskipti áttu sér stað eftir lokaflautið. Fréttamanni sýndist Ásgeir eiga eitthvað ósagt við Aron Kristófer Lárusson, en það gætu hafa verið ofsjónir. Ásgeir vildi ekki gefa of mikið upp.

„Já, ég ætla ekki að tjá mig um það. Sá sem sagði hluti, hann veit að hann á alls ekkert að vera að segja. Hann veit uppá sig skömmina.''


Athugasemdir
banner
banner
banner