Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   sun 05. maí 2024 20:03
Daníel Smári Magnússon
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ásgeiri eftir leik dagsins.
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ásgeiri eftir leik dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur með hvernig við komum inn í leikinn, hryllilega soft fyrstu mínúturnar. En þá er maður bara jafnframt stoltur af því hvernig við komum út í seinni hálfleik og settum á þá. En svo bara svekktur að hafa ekki klárað leikinn, fengum alveg færin í það,'' sagði Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, eftir 1-1 jafntefli gegn KR í Bestu-deild karla í kvöld. Ásgeir skoraði jöfnunarmark KA í leiknum og hefði mögulega getað bætt við einu, ef ekki tveimur í viðbót.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Dómgæslan í leiknum var tilviljanakennd og línan sem var sett nokkuð óskýr. Hvað hafði Ásgeir að segja um hana og atvikið þar sem að hann er tekinn niður af Smit?

„Fannst nú eiginlega ekkert vera lína í þessu. Þetta var eitthvað mjög skrítið. Ég hefði bara viljað halda áfram, var kominn framhjá honum og hann sparkar mig niður, en ég næ að standa upp aftur. En þá var hann búinn að dæma á það og þá býst maður alltaf við rauða spjaldinu, en ég ætla ekki að tjá mig of mikið um það,'' sagði Ásgeir.

Einhver orðaskipti áttu sér stað eftir lokaflautið. Fréttamanni sýndist Ásgeir eiga eitthvað ósagt við Aron Kristófer Lárusson, en það gætu hafa verið ofsjónir. Ásgeir vildi ekki gefa of mikið upp.

„Já, ég ætla ekki að tjá mig um það. Sá sem sagði hluti, hann veit að hann á alls ekkert að vera að segja. Hann veit uppá sig skömmina.''


Athugasemdir
banner
banner