Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   sun 05. maí 2024 20:03
Daníel Smári Magnússon
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ásgeiri eftir leik dagsins.
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ásgeiri eftir leik dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur með hvernig við komum inn í leikinn, hryllilega soft fyrstu mínúturnar. En þá er maður bara jafnframt stoltur af því hvernig við komum út í seinni hálfleik og settum á þá. En svo bara svekktur að hafa ekki klárað leikinn, fengum alveg færin í það,'' sagði Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, eftir 1-1 jafntefli gegn KR í Bestu-deild karla í kvöld. Ásgeir skoraði jöfnunarmark KA í leiknum og hefði mögulega getað bætt við einu, ef ekki tveimur í viðbót.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Dómgæslan í leiknum var tilviljanakennd og línan sem var sett nokkuð óskýr. Hvað hafði Ásgeir að segja um hana og atvikið þar sem að hann er tekinn niður af Smit?

„Fannst nú eiginlega ekkert vera lína í þessu. Þetta var eitthvað mjög skrítið. Ég hefði bara viljað halda áfram, var kominn framhjá honum og hann sparkar mig niður, en ég næ að standa upp aftur. En þá var hann búinn að dæma á það og þá býst maður alltaf við rauða spjaldinu, en ég ætla ekki að tjá mig of mikið um það,'' sagði Ásgeir.

Einhver orðaskipti áttu sér stað eftir lokaflautið. Fréttamanni sýndist Ásgeir eiga eitthvað ósagt við Aron Kristófer Lárusson, en það gætu hafa verið ofsjónir. Ásgeir vildi ekki gefa of mikið upp.

„Já, ég ætla ekki að tjá mig um það. Sá sem sagði hluti, hann veit að hann á alls ekkert að vera að segja. Hann veit uppá sig skömmina.''


Athugasemdir
banner
banner