Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 05. maí 2024 20:03
Daníel Smári Magnússon
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ásgeiri eftir leik dagsins.
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ásgeiri eftir leik dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur með hvernig við komum inn í leikinn, hryllilega soft fyrstu mínúturnar. En þá er maður bara jafnframt stoltur af því hvernig við komum út í seinni hálfleik og settum á þá. En svo bara svekktur að hafa ekki klárað leikinn, fengum alveg færin í það,'' sagði Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, eftir 1-1 jafntefli gegn KR í Bestu-deild karla í kvöld. Ásgeir skoraði jöfnunarmark KA í leiknum og hefði mögulega getað bætt við einu, ef ekki tveimur í viðbót.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Dómgæslan í leiknum var tilviljanakennd og línan sem var sett nokkuð óskýr. Hvað hafði Ásgeir að segja um hana og atvikið þar sem að hann er tekinn niður af Smit?

„Fannst nú eiginlega ekkert vera lína í þessu. Þetta var eitthvað mjög skrítið. Ég hefði bara viljað halda áfram, var kominn framhjá honum og hann sparkar mig niður, en ég næ að standa upp aftur. En þá var hann búinn að dæma á það og þá býst maður alltaf við rauða spjaldinu, en ég ætla ekki að tjá mig of mikið um það,'' sagði Ásgeir.

Einhver orðaskipti áttu sér stað eftir lokaflautið. Fréttamanni sýndist Ásgeir eiga eitthvað ósagt við Aron Kristófer Lárusson, en það gætu hafa verið ofsjónir. Ásgeir vildi ekki gefa of mikið upp.

„Já, ég ætla ekki að tjá mig um það. Sá sem sagði hluti, hann veit að hann á alls ekkert að vera að segja. Hann veit uppá sig skömmina.''


Athugasemdir
banner