Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 05. maí 2024 20:03
Daníel Smári Magnússon
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ásgeiri eftir leik dagsins.
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ásgeiri eftir leik dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur með hvernig við komum inn í leikinn, hryllilega soft fyrstu mínúturnar. En þá er maður bara jafnframt stoltur af því hvernig við komum út í seinni hálfleik og settum á þá. En svo bara svekktur að hafa ekki klárað leikinn, fengum alveg færin í það,'' sagði Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, eftir 1-1 jafntefli gegn KR í Bestu-deild karla í kvöld. Ásgeir skoraði jöfnunarmark KA í leiknum og hefði mögulega getað bætt við einu, ef ekki tveimur í viðbót.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Dómgæslan í leiknum var tilviljanakennd og línan sem var sett nokkuð óskýr. Hvað hafði Ásgeir að segja um hana og atvikið þar sem að hann er tekinn niður af Smit?

„Fannst nú eiginlega ekkert vera lína í þessu. Þetta var eitthvað mjög skrítið. Ég hefði bara viljað halda áfram, var kominn framhjá honum og hann sparkar mig niður, en ég næ að standa upp aftur. En þá var hann búinn að dæma á það og þá býst maður alltaf við rauða spjaldinu, en ég ætla ekki að tjá mig of mikið um það,'' sagði Ásgeir.

Einhver orðaskipti áttu sér stað eftir lokaflautið. Fréttamanni sýndist Ásgeir eiga eitthvað ósagt við Aron Kristófer Lárusson, en það gætu hafa verið ofsjónir. Ásgeir vildi ekki gefa of mikið upp.

„Já, ég ætla ekki að tjá mig um það. Sá sem sagði hluti, hann veit að hann á alls ekkert að vera að segja. Hann veit uppá sig skömmina.''


Athugasemdir
banner