
4. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna hefst annað kvöld með fjórum leikjum. Umferðin lýkur síðan á miðvikudagskvöldið þegar Stjarnan og Fylkir mætast í Garðabænum.
Úlfur Blandon þjálfari Þrótt Vogum í 2. deildinni og fyrrum þjálfara kvennaliðs Vals spáir í umferðina sem framundan er. Bjarni Helgason blaðamaður hjá Morgunblaðinu spáði fjórum leikjum rétt í síðustu umferð.
Úlfur Blandon þjálfari Þrótt Vogum í 2. deildinni og fyrrum þjálfara kvennaliðs Vals spáir í umferðina sem framundan er. Bjarni Helgason blaðamaður hjá Morgunblaðinu spáði fjórum leikjum rétt í síðustu umferð.
KR 0 - 2 ÍBV (18:00 annað kvöld)
Erfiður leikur fyrir KR-inga sem hafa ekki byrjað tímabilið eins og þær vildu. Hafa einungis skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjunum. ÍBV mæta klárar í leikinn og vinna 0-2.
Þór/KA 1 - 2 Breiðablik (18:30 annað kvöld)
Toppslagur á Akureyri. Þór/KA vilja svara fyrir sig eftir vont tap í leik meistara meistaranna. Breiðablik eru í toppstandi, skora mikið og fá lítið af mörkum á sig. Hörkuleikur þar sem Breiðablik endar á að sækja þrjú stig norður yfir heiðar.
HK/Víkingur 0 - 4 Valur (19:15 annað kvöld)
HK/Víkingur eru með flott lið í ár, styrktu sig með hörku leikmönnum í lok gluggans. Valur er hinsvegar of stór biti þetta árið. Valur sigrar leikinn örugglega 0-4.
Selfoss 2 - 0 Keflavík (19:15 annað kvöld)
Selfoss klárar þennan leik á heimavelli, tóku þrjú stig í síðasta leik og gera slíkt hið sama á móti Keflavík.
Stjarnan 1 - 0 Fylkir (19:15 á miðvikudagskvöld)
Áhugaverður leikur bæði lið með 6 stig eftir 3 leiki. Það er alls ekki auðvelt að spila á móti Fylki. Kristján og Óli Brynjólfs sigla þessu heim eins og í síðustu tveimur heimaleikjum.
Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónssn (5 réttir)
Bjarni Helgason (4 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir