Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 01. mars 2020 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid vann El Clasico
Real Madrid vann 2-0.
Real Madrid vann 2-0.
Mynd: Getty Images
Messi átti ekki góðan dag.
Messi átti ekki góðan dag.
Mynd: Getty Images
Real Madrid er komið upp fyrir Barcelona í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur í El Clasico á Santiago Bernabeu.

Madrídingar tóku yfirhöndina algjörlega í seinni hálfleik eftir markalausan fyrri hálfleik. Börsungar voru voðalega slakir í síðari hálfleik og komst Real sanngjarnt yfir á 71. mínútu.

Martin Braithwaite, nýr sóknarmaður Barcelona, kom inn á sem varamaður og kom inn með ágætis kraft. Hann gleymdi sér hins vegar í varnarvinnunni í örstutta stund og refsaði Toni Kroos með snilldarsendingu á Vinicius. Brasilíumaðurinn kláraði með skoti sem fór af Gerard Pique og inn.

Áður en Vinicius skoraði hafði Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, varið vel, en hann kom engum vörnum við í markinu.

Barcelona náði engan veginn að svara markinu og tókst liðinu frá Katalóníu ekki að skapa sér nein markverð færi. Í uppbótartímanum skoraði varamaðurinn Mariano Diaz annað mark Madrídinga eftir sofandahátt í vörn Barcelona. Mikil fagnaðarlæti brutust út í spænsku höfuðborginni.

Lionel Messi átti ekki góðan leik og var Casemiro með hann í strangri gjörgæslu.

Real Madrid er núna með eins stigs forystu á Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Það eru 12 umferðir eftir af La Liga og mikil spenna.

Fyrr í kvöld komst Getafe upp í fjórða sætið með sigri á Mallorca á útivelli.

Real Madrid 2 - 0 Barcelona
1-0 Vinicius Junior ('71 )
2-0 Mariano Diaz ('90 )

Mallorca 0 - 1 Getafe
0-1 Nemanja Maksimovic ('67 )

Önnur úrslit:
Spánn: Atletico gerði jafntefli við botnliðið
Spánn: En Nesyri hetjan gegn tíu leikmönnum Osasuna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner