Inzaghi og Southgate orðaðir við Man Utd - Arsenal og Real vilja ungan Brassa - Barcelona og PSG vilja Greenwood
   þri 01. október 2024 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Búinn að tryggja sér það að vera maður mótsins"
Höskuldur hefur skorað átta mörk og lagt upp fimm í Bestu deildinni í sumar samkvæmt <i>Transfermarkt</I>.
Höskuldur hefur skorað átta mörk og lagt upp fimm í Bestu deildinni í sumar samkvæmt Transfermarkt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur unnið sjö leiki í röð og níu af síðustu tíu.
Breiðablik hefur unnið sjö leiki í röð og níu af síðustu tíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur í lokaumferðinni?
Úrslitaleikur í lokaumferðinni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sama hvaða lið verður Íslandsmeistari, Höskuldur Gunnlaugsson er bara búinn að tryggja sér það að vera maður mótsins," sagði Elvar Geir í Innkastinu þar sem umferðin í Bestu deildinni var gerð upp.

Höskuldur hefur átt frábært tímabil með Breiðabliki, byrjaði í hægri bakverðinum en hefur verið prímusmótor á miðjunni frá því um mitt mót. Höskuldur átti enn einn góða leikinn á sunnudag þegar Breiðablik vann sigur á FH á Kaplakrikavelli og var valinn í sterkasta lið umferðarinnar í níunda sinn fyrir frammistöðu sína.

„Hann er búinn að vera stórkostlegur. Mér finnst við samt stundum vera að taka Víkinga sem sjálfsögðum hlut. Ég hefði alltaf nefnt Valdimar (Þór Ingimundarson) þegar talað er um besta leikmanninn, en maður myndi líklega kjósa Höskuld," sagði Valur Gunnarsson.

„Höskuldur er aldrei lélegur þegar hann spilar, bara ótrúlega góður," sagði Guðmundur Aðalsteinn.

Vildi þjálfarabreytingu í vor en Dóri er núna kóngurinn
Þrjár umferðir eru eftir af mótinu og bæði Víkingur og Breiðablik eru með 55 stig. Víkingur er með mun betri markatölu og dugar því, ef allt er eðlilegt, að fá sjö stig úr síðustu þremur leikjunum til að landa titilinum. Halldór Árnason hefur unnið öflugt starf á sínu fyrsta tímabili með Breiðablik.

„Ég var að tala við Blika um daginn sem sagði við mig að hann hefði verið farinn (í huganum) að leita að nýjum þjálfara, byrjunin á tímabilinu var svo léleg. En svo rifu þeir sig í gang, mikið hrós á hvernig þeir hafa náð að snúa tímabilinu við og munu örugglega berjast um þennan titil við Víkinga til síðasta dags. Dóri Árna er núna bara kóngurinn í augum stuðningsmanna Blika," sagði Guðmundur.

Innkastið - Töfrar, tár og trúðaskór
Athugasemdir
banner
banner
banner