Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   lau 02. maí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hákon Valdimarsson (Grótta)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Már Ólafsson.
Bjarki Már Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Hulda Margrét
Oliver Dagur Thorlacius.
Oliver Dagur Thorlacius.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur Gunnarsson.
Karl Friðleifur Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson var valinn besti markvörður 1. deildarinnar fyrir frammistöðu sína á síðasta tímabili þegar Grótta vann Inkasso-deildina.

Hákon lék einn leik með Gróttu sumarið 2017 og fimmtán ári seinna. Hákon á að baki tvo landsleiki með unglingalandsliðum Íslands. Í dag sýnir Hákon á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Hákon Rafn Valdimarsson

Gælunafn: Konni

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: September 2017

Uppáhalds drykkur: Blátt Powerade

Uppáhalds matsölustaður: Ginger er geggjað

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The last dance eru mjög góðir en annars Suits líka geggjaðir

Uppáhalds tónlistarmaður: Rae Sremmurd eru ofarlega á listanum

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz og Brjánn Breki

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, Þrist og Bounty

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Hjá þér ca. 13.35” Rekstrarhagfræði kennarinn minn að senda á mig tíma fyrir munnlegt próf

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Er ekki beint með eitt lið sem ég myndi ekki spila fyrir, líklega bara Njarðvík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Óskar Örn Hauksson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Gef Bjarka Má þetta þar sem hann er geggjaður þjálfari og fékk mig til að byrja í fótbolta, en annars eru allir þeir fáu sem hafa þjálfað mig geggjaðir

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Dettur enginn í hug

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Hauka og unnum deildina

Mestu vonbrigðin: Að hafa hætt í fótbolta í 4. flokki og byrjað í handbolta

Uppáhalds lið í enska: ManU

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki Finn Tómas úr KR

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Orri Steinn Óskarsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Karl Friðleifur Gunnarsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Jórunn María

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Oliver Dagur er grimmur

Uppáhalds staður á Íslandi: Sundlaugin á Seltjarnarnesi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var ekkert búinn að pæla í því að við gátum unnið deildina en síðan undir lok síðasta leiksins þá sá ég bikarinn kominn á völlinn

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Loka tölvunni

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já handbolta og körfubolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike eitthvað, pæli lítið í því

Hvernig markmannshanska notar þú: Yfirleitt nýjustu týpunni af Adidas

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Líklega bara saga

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem kemur upp

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki Gunnar Jónas til að hafa einn klippara, Arnar Þór fyrir banterinn og Bessa Jó því annars færi hann í fýlu

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Byrjaði að æfa almennilega mark árið 2017

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Held það sé bara Gabriel Hrannar ég mundi bara eftir honum í KR og ég þoldi hann ekki en hann er annars kóngur.

Hverju laugstu síðast: Að ég þyrfti að læra en það fór í poker

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Fara yfir taktík

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna og tek æfingu sem Þór styrktarþjálfari setur fyrir, klára síðan einhver óunnin verkefni í skólanum, fer síðan í bolta, kem heim og borða og enda oft í poker þar sem maður verður að æfa sig fyrir næsta Pókermót Höfðingjans.
Athugasemdir
banner
banner
banner