Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 18:42
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Tíu Grenvíkingar náðu jafntefli - Fjórða stig Reynis
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Tveimur síðustu leikjum dagsins er lokið í 2. deild karla þar sem Reynir Sandgerði náði í sitt fjórða stig á tímabilinu á meðan tíu Grenvíkingum tókst að jafna gegn Haukum og bjarga stigi.


Á Grenivík tók Magni forystuna snemma leiks en Haukar voru búnir að snúa leiknum sér í vil snemma í síðari hálfleik.

Adam Örn Guðmundsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Magna en heimamönnum tókst að jafna átta mínútum síðar með marki frá Guðna Sigþórssyni.

Haukum tókst ekki að gera sigurmark þrátt fyrir að vera einum fleiri og urðu lokatölur 2-2. Haukar eru áfram í 5. sæti á meðan Magni er í harðri fallbaráttu.

Sandgerðingar eru einnig í fallbaráttu en náðu þó í sitt fjórða stig á tímabilinu þegar KF kom í heimsókn.

Zoran Plazonic kom Reynismönnum yfir með marki úr vítaspyrnu en Hrannar Snær Magnússon jafnaði fyrir gestina, með öðru marki úr vítaspyrnu.

Zoran endaði svo leikinn á að fá rautt spjald en lokatölur urðu 1-1. Reynir er áfram á botninum með sjö stigum minna heldur en KF.

Magni 2 - 2 Haukar
1-0 Guðni Sigþórsson ('4 )
1-1 Daði Snær Ingason ('29 )
1-2 Þórður Jón Jóhannesson ('56 )
2-2 Guðni Sigþórsson ('79 )
Rautt spjald: Adam Örn Guðmundsson , Magni ('71)

Reynir S. 1 - 1 KF 
1-0 Zoran Plazonic ('18 , Mark úr víti)
1-1 Hrannar Snær Magnússon ('36 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Zoran Plazonic, Reynir S. ('87)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner