Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   fim 02. ágúst 2018 18:41
Elvar Geir Magnússon
Erik Hamren að taka við Íslandi?
Icelandair
KSÍ hefur rætt við Erik Hamren.
KSÍ hefur rætt við Erik Hamren.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur KSÍ verið í viðræðum við hinn sænska Erik Hamren um að taka við þjálfun íslenska landsliðsins. Viðræður eru sagðar langt á veg komnar.

Marcus Allbäck, sem var aðstoðarmaður hans hjá sænska landsliðinu, var hér á landi og líklegt að hann komi með honum í verkefnið ef málin verða kláruð. Einnig hefur verið rætt við Frey Alexandersson um að vera í teyminu samkvæmt heimildum.

Hamren er 61 árs gamall og hefur lengi verið í þjálfarabransanum. Hann vann sænska bikarinn í þrígang, tvisvar með AIK og einu sinni með Örgryte.

Hann vann tvo Noregsmeistaratitla með Rosenborg, 2009 og 2010, og gerði Álaborg að meisturum í Danmörku 2008.

Hamren stýrði sænska landsliðinu 2009-2016 og kom liðinu á Evrópumótin 2012 og 2016. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með Svíþjóð 2016.

Heimir Hallgrímsson hætti með Ísland eftir HM í Rússlandi en áður var Svíinn Lars Lagerback þjálfari eins og allir vita, fyrst með Heimi til aðstoðar og svo stýrðu þeir liðinu jafnhliða. Það virðist því sem Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ætli að leita aftur sænsku leiðina fyrir íslenska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner