Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fös 02. ágúst 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle kemst að samkomulagi við Sheffield United
William Osula.
William Osula.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur komist að samkomulagi við Sheffield United um kaup á framherjanum Willam Osula.

Þetta kemur fram á Telegraph en kaupverðið er í kringum 10 milljónir punda. Það gæti svo hækkað um 5 milljónir punda síðar meir.

Osula er leikmaður danska U21 landsliðsins en Newcastle telur hann geta náð langt. Paul Mitchell, nýr yfirmaður fótboltamála hjá Newcastle, hefur mikla trú á leikmanninum.

Osula er tvítugur en Eddie Howe, stjóri Newcastle, sér fram á að geta notað hann í breiddina. Hann getur bæði spilað á kanti og sem fremsti maður.

Osula lék 24 keppnisleiki með Sheffield United á síðasta tímabili og skoraði í þeim þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner