Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   fös 02. ágúst 2024 22:30
Sölvi Haraldsson
Niclas Füllkrug á leið í West Ham: „Here we go!"
Niclas Füllkrug að fagna marki í Dortmund treyjunni.
Niclas Füllkrug að fagna marki í Dortmund treyjunni.
Mynd: Sölvi Haraldsson

Þýski framherjinn Niclas Füllkrug er á leið í West Ham United.  Fabrizio Romano greinir frá og hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á skiptin.


Füllkrug vakti athygli í sumar hjá Þýska landsliðinu á Evrópumótinu og einnig með Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í fyrra. Dortmund fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu 2-0 gegn Real Madrid á Wembley.

„Füllkrug og Guirassy eru báðir gríðarlega mikilvægir fyrir áform mín fyrir næsta tímabil," segir Sahin, stjóri Dortmund, á dögunum. Hann hefur talað fyrir því í sumar að hann vilji halda Füllkrug í Dortmund þrátt fyrir að hafa sótt framherjann Serhou Guirassy frá Stuttgart í sumar.

„Fülle veit hvað mér finnst um hann, við vorum liðsfélagar í Werder Bremen og ég hef miklar mætur á honum. Við viljum vera með sem sterkastan leikmannahóp á næstu leiktíð."

Füllkrug var keyptur til Dortmund í fyrra fyrir um 15 milljónir evra og kom að 26 mörkum í 46 leikjum á sínu fyrsta tímabili með félaginu.

Samkvæmt Fabrizio Romano er West Ham að borga Dortmund 27 milljónir evra fyrir framherjann og 5 milljónir evra að auki. Füllkrug mun skrifa undir þriggja ára samning með möguleika um að endurnýja hann í fjögur ár.

Füllkrug fer í læknisskoðun hjá West Ham á laugardaginn en ásamt honum er Guido Rodríguez að semja við West Ham. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner