Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
   mið 02. október 2024 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór ekki með vegna veikindanna - Júlíus gæti komið inn
Icelandair
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni vegna veikinda sem hann hefur glímt við að undanförnu.

Arnór hefur ekki spilað frá því að hann kom inn á gegn Svartfjallalandi fyrir tæpum mánuði. Hann var í leikmannahópi Blackburn í gær en kom ekkert við sögu.

Landsliðsþjálfarinn Age Hareide valdi 23 manna hóp fyrir komandi hóp en síðast voru 24 leikmenn. Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad, var 24. maður síðast og segir Hareide að hann gæti kallað hann inn í hópinn um helgina.

„Arnór er ekki með, hann hefur verið veikur, veiktist fyrir leikinn gegn Tyrklandi og við gátum ekki notað hann í leiknum. Hann er búinn að ná sér en hefur ekki spilað mikið. Hann þarf að koma sér aftur í fyrra form og þá er hann velkominn aftur í hópinn."

„Það getur verið að við verðum aftur 24 í þessu verkefni. Ég ætla horfa á Júlíus á sunnudaginn, en við munum taka ákvörðun á föstudag hvort við verðum með 23 eða 24,"
sagði Hareide á fundinum í dag.

Uppfært 13:33: Landsliðsþjálfarinn sagði svo síðar á fundinum að Aron Einar Gunnarsson gæti einnig verið kallaður inn í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner