Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn um helgina þegar liðið vann öruggan heimasigur gegn Bristol City í Championship-deildinni.
Ástæðan fyrir fjarverunni voru veikindi sem Arnór hefur verið að glíma við að undanförnu. Hann veiktist fyrst í síðasta mánuði en hefur fengið nokkur bakslög síðan.
Ástæðan fyrir fjarverunni voru veikindi sem Arnór hefur verið að glíma við að undanförnu. Hann veiktist fyrst í síðasta mánuði en hefur fengið nokkur bakslög síðan.
„Ég er búinn að veras ströggla í svolítinn tíma. Ég hef verið með magasýru vandamál, hef verið að taka test og reyna finna út úr þessu. Ég á von á niðurstöðu í dag eða á morgun. Ég finn einhverja bakflæðistilfinningu, en þetta er ekki það," segir Arnór.
Veiktist á leikdegi
Veikindin hafa haft áhrif á fótboltann hjá Arnóri að undanförnu en hann hefur ekki spilað síðustu tvo leiki Blackburn vegna veikindanna og gat svo ekki komið við sögu gegn Tyrklandi vegna veikindanna.
„Ég veiktist daginn sem við spiluðum gegn Tyrkjum, það var ástæðan fyrir því að ég spilaði ekki. Þetta hefur verið ströggl, en maður er að reyna gera það besta úr þessu, en það er erfitt sem fótboltamaður að þurfa að breyta mataræðinu og svoleiðis."
„Ég var búinn að vera glíma við þetta í aðdragandanum að landsleikjunum. Þetta hefur haft áhrif á mig, líka á æfingum, andardrátturinn verður þyngri og svoleiðis. Fyrir mér skipti samt miklu máli að koma með liðinu, vera á staðnum. Ég náði að spila hálftíma gegn Svartfjallalandi en því miður missti ég af leiknum gegn Tyrkjum. Það gerði mikið fyrir mig að fara hitta strákana og aðeins kúpla mig út úr umhverfinu hér (á Englandi)."
Arnór fann fyrir veikindunum á leikdegi gegn Tyrkjum. „Við vorum nokkrir sem veiktumst, það varð einhver veirusýking sem frekar margir af okkur fengum, og þess vegna var ég svo ekki með Blackburn um helgina."
„Ég veit ekki hvað gerðist í Tyrklandi. Þetta er einhver veirusýking, veit ekki hvort það var í matnum eða í vatninu, ég hef ekki hugmynd. Það allavega smituðust margir."
Leitað lausna
Arnór getur ekki borðað eins og hann er vanur, en leitar lausna til að reyna halda orkustiginu uppi.
„Við erum með góða sjúkraþjálfara og við höfum verið að reyna finna lausnina. Ég hef verið að taka töflur við því sem við héldum að þetta væri og þetta var að lagast. Svo eftir landsliðsverkefnið fór ég í test, m.a. blóðprufu, sem kom fínt út. Ég er núna að bíða eftir lokasvari við hinum prófunum og fer í kjölfarið á sýklalyf."
„Á meðan ég var með þennan vírus þá vildu þeir skiljanlega ekki fá mig upp á æfingasvæði, en ég hef alveg náð að æfa, hefur einungis einstöku sinnum verið þannig að ég hef ekki getað æft. Það verður gott þegar þetta kemur í lag og ég get aftur farið að æfa eins og ég vanur að gera fyrir veikindin."
Veikindin hafa verið að þrjá Arnór í nokkrar vikur, hann hefur aldrei almennilega náð að hrista þau af sér. Töflur hafa hjálpað honum að halda þessu í skefjum, en hann hefur svo fengið bakslög. „Við ákváðum þess vegna að fara í alvöru test og reyna finna út hvað þetta er," segir Arnór.
Næsti leikur Blackburn verður gegn Preston á útivelli næsta sunnudag. Ef Arnór spilar gæti hann mætt vini sínum Stefáni Teit Þórðarsyni, sem reyndar missti líka af sínum síðasta leik vegna veikinda.
Stöðutaflan
England
Championship - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Leeds | 23 | 14 | 6 | 3 | 42 | 15 | +27 | 48 |
2 | Sheffield Utd | 23 | 15 | 5 | 3 | 32 | 13 | +19 | 48 |
3 | Burnley | 23 | 13 | 8 | 2 | 30 | 9 | +21 | 47 |
4 | Sunderland | 23 | 12 | 8 | 3 | 36 | 20 | +16 | 44 |
5 | Blackburn | 22 | 11 | 5 | 6 | 27 | 20 | +7 | 38 |
6 | Watford | 22 | 11 | 4 | 7 | 32 | 29 | +3 | 37 |
7 | Middlesbrough | 23 | 10 | 6 | 7 | 41 | 31 | +10 | 36 |
8 | West Brom | 23 | 8 | 11 | 4 | 27 | 18 | +9 | 35 |
9 | Sheff Wed | 23 | 9 | 6 | 8 | 31 | 33 | -2 | 33 |
10 | Swansea | 23 | 8 | 6 | 9 | 27 | 24 | +3 | 30 |
11 | Bristol City | 23 | 7 | 9 | 7 | 27 | 28 | -1 | 30 |
12 | Norwich | 23 | 7 | 8 | 8 | 39 | 35 | +4 | 29 |
13 | Millwall | 22 | 7 | 7 | 8 | 22 | 20 | +2 | 28 |
14 | Derby County | 23 | 7 | 6 | 10 | 29 | 29 | 0 | 27 |
15 | Coventry | 23 | 7 | 6 | 10 | 32 | 34 | -2 | 27 |
16 | Preston NE | 23 | 5 | 11 | 7 | 23 | 29 | -6 | 26 |
17 | QPR | 23 | 5 | 10 | 8 | 23 | 31 | -8 | 25 |
18 | Luton | 23 | 7 | 4 | 12 | 25 | 39 | -14 | 25 |
19 | Stoke City | 23 | 5 | 7 | 11 | 23 | 31 | -8 | 22 |
20 | Oxford United | 22 | 5 | 6 | 11 | 24 | 39 | -15 | 21 |
21 | Portsmouth | 21 | 4 | 8 | 9 | 26 | 37 | -11 | 20 |
22 | Hull City | 23 | 4 | 7 | 12 | 21 | 32 | -11 | 19 |
23 | Cardiff City | 22 | 4 | 6 | 12 | 21 | 37 | -16 | 18 |
24 | Plymouth | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 | 49 | -27 | 18 |
Athugasemdir