Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 02. október 2024 12:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðshópurinn - Ein breyting frá því síðast
Icelandair
Brynjólfur kemur inn í hópinn.
Brynjólfur kemur inn í hópinn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aron Einar er áfram utan hóps þó hann sé byrjaður að spila í Katar.
Aron Einar er áfram utan hóps þó hann sé byrjaður að spila í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, hefur valið hóp sem mætir Wales og Tyrklandi á Laugardalsvelli í október. Um er að ræða leiki í Þjóðadeildinni.

Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildina; eftir sigur gegn Svartfjallalandi og tap gegn Tyrklandi.

Það er aðeins ein breyting frá síðasta hóp. Brynjólfur Willumsson, sem kom næstum því inn í hann í miðju síðasta verkefni, kemur inn fyrir Arnór Sigurðsson sem er meiddur. Hákon Arnar Haraldsson er þá ekki í hópnum núna vegna meiðsla. Bróðir Brynjólfs, Willum Þór, er einnig í hópnum.

Markverðir:
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - K. V. Kortrijk - 4 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 13 leikir

Varnarmenn:
Kolbeinn Birgir Finnsson - FC Utrecht - 13 leikir
Logi Tómasson - Stromsgodset Toppfotball - 4 leikir
Daníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 20 leikir
Hjörtur Hermannsson - Carrarese Calcio 1908 - 29 leikir, 1 mark
Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 45 leikir, 2 mörk
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 51 leikur, 3 mörk
Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf - 11 leikir
Alfons Sampsted - Birmingham City F.C. - 22 leikir

Miðjumenn:
Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 11 leikir
Mikael Neville Anderson - AGF - 30 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 22 leikir, 1 mark
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 59 leikir, 6 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson - Al-Orobah FC - 95 leikir, 8 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 28 leikir, 3 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 39 leikir, 6 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 mark
Gylfi Þór Sigurðsson - Valur - 82 leikir, 27 mörk

Sóknarmenn:
Brynjólfur Andersen Willumsson - Groningen - 2 leikir, 1 mark
Andri Lucas Guðjohnsen - K. A. A. Gent - 26 leikir, 6 mörk
Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 10 leikir, 3 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner