Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 02. nóvember 2020 14:35
Elvar Geir Magnússon
Besti þjálfarinn 2020: Hann er bara algjör sigurvegari
Heimir Guðjónsson (Valur)
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, er besti þjálfari Pepsi Max-deildar karla 2020. Þetta var opinberað í Innkastinu í dag en Heimir er að fá þessa nafnbót frá Fótbolta.net í þriðja sinn.

Sjá einnig:
Innkastið - Uppgjör Pepsi Max-deildarinnar

Eftir tvö ár sem þjálfari HB í Færeyjum, þar sem hann tók meistaratitilinn fyrra árið og bikarinn það seinna, mætti Heimir aftur til Íslands og tók við Valsmönnum.

Undir hans stjórn var Hlíðarendaliðið algjört yfirburðalið í sumar og vann ákaflega verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil.

„Hann tók bara fjörið með sér frá Færeyjum og pakkaði þessu móti sama með nánast sama lið og drullaði í buxurnar fyrir ári síðan," segir Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

Gunnar Birgisson benti þá á að Heimir væri kominn með sjö landsmeistaratitla á þrettán árum sem aðalþjálfari.

„Hann er bara algjör sigurvegari," segir Gunnar.

Sjá einnig:
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2019
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2018
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2017
Willum Þór Þórsson besti þjálfarinn 2016
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2015
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Innkastið - Uppgjör Pepsi Max-deildarinnar 2020
Athugasemdir
banner
banner