Dagur Ingi Hammer Gunnarsson er genginn til liðs við Leikni frá Grindavík. Hann skrifar undir tveggja ára samning.
Hann mun leika með Leikni í Lengjudeildinni næsta sumar en hann skoraði tíu mörk í 21 leik með Grindavík í sömu deild síðasta sumar.
Dagur er 24 ára og getur leikið bæði á kantinum og í fremstu línu.
Hann er uppalinn hjá Grindavík en lék á láni hjá Þrótti Vogum í 2. deild sumarið 2021. Dagur á alls að baki 123 keppnisleiki á ferlinum og í þeim hefur hann skorað 35 mörk.
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson hefur skrifað undir samning við Leikni til tveggja ára. pic.twitter.com/4AuROqQ2AV
— Leiknir Reykjavík (@LeiknirRvkFC) December 2, 2024
Athugasemdir