PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 22:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur Ingi Hammer í Leikni (Staðfest)
Lengjudeildin
Dagur Ingi Hammer er kominn í Leikni.
Dagur Ingi Hammer er kominn í Leikni.
Mynd: Leiknir

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson er genginn til liðs við Leikni frá Grindavík. Hann skrifar undir tveggja ára samning.


Hann mun leika með Leikni í Lengjudeildinni næsta sumar en hann skoraði tíu mörk í 21 leik með Grindavík í sömu deild síðasta sumar.

Dagur er 24 ára og getur leikið bæði á kantinum og í fremstu línu.

Hann er uppalinn hjá Grindavík en lék á láni hjá Þrótti Vogum í 2. deild sumarið 2021. Dagur á alls að baki 123 keppnisleiki á ferlinum og í þeim hefur hann skorað 35 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner