Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 03. maí 2022 11:53
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 3. umferð - Þaggar niður í umræðu sérfræðinga
Emil Atlason (Stjarnan)
Emil skoraði þrennu og er leikmaður umferðarinnar.
Emil skoraði þrennu og er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Leikmaður 3. umferðar er sóknarmaðurinn Emil Atlason sem fór hamförum með Stjörnunni í mögnuðum 5-4 útisigri gegn Víkingi í stórkostlegum leik.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 3. umferðar

„Þetta var geggjað mark! Þetta var svo fast. Ég elska Alan Shearer og hann sparkaði alltaf svo fast. Þetta var snilld," sagði Benedikt Bóas Hinriksson í Innkastinu þar sem valið var opinberað en Benni er að tala um fyrsta mark Emils af þremur.

Emil átti frábæran leik og þá er ekki bara verið að tala um mörkin þrjú sem voru glæsileg. Fyrsta markið með þéttingsföstu skoti, annað markið kláraði hann af mikilli fagmennsku og innsiglaði svo þrennuna með skallamarki.

„Hvað á maður að segja, bara þvílík skemmtun að horfa á þetta örugglega og bara virkilega gaman að taka þátt í þessum leik og vinna 5-4 og taka þrjú stig. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skora þrennu í efstu deild og það er frábær tilfinning," sagði Emil sjálfur í viðtali eftir leikinn.

Sérfræðingar töluðu um það fyrir mótið að Stjarnan þyrfti að sækja sér 'níu', sóknarmann. Emil hefur ekki verið að raða inn mörkum á Íslandsmótinu í gegnum árin, skoraði þrjú mörk á síðasta tímabili, en er þegar kominn með fjögur mörk á þessu tímabili. Hans besti árangur er fimm mörk, með KR síðasa tímabili.

Byrjun hans á þessu tímabili hefur allavega þaggað niður umræðuna um að Stjarnan þurfi að sækja leikmann í fremstu víglínu. Eftir þrennuna í gær eignaði hann sér boltann eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Leikmenn umferðarinnar:
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)


Emil Atla: Fyrsta skipti sem ég skora þrennu í efstu deild
Innkastið - Stórfengleg skemmtun og skrópað í viðtöl
Athugasemdir
banner
banner