Stjörnumenn heimsóttu Víkinga á heimavelli hamingjunar í víkinni í hreint ótrúlegum fótboltaleik þar sem 9 mörk voru skoruð og þar af tvö sett af þrennum frá sitthvoru liðinu.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 5 Stjarnan
„Hvað á maður að segja, bara þvílík skemmtun að horfa á þetta örugglega og bara virkilega gaman að taka þátt í þessum leik og vinna 5-4 og taka þrjú stig" Sagði Emil Atlason framherji Stjörnunnar eftir leik en hann setti þrennu í leiknum.
Emil Atlason skoraði þrennu í leiknum eins og fram hefur komið en hann fékk að launum að eiga boltann en þess má geta að þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar þrennu í efstu deild á ferlinum.
„Já, þetta er í fyrsta skipti sem ég skora þrennu í efstu deild og það er frábær tilfinning."
Stjörnumenn komust í þrígang í tveggja marka forystu en alltaf náðu Víkingar að saxa forskotið niður í eitt mark.
„Já, þeir voru einhvern veginn alltaf inn í leiknum. Þeir fengu reyndar fyrir mitt leyti soft vítaspyrnu og komu sér inn í leikinn en síðan lágu þeir bara á okkur alveg í lokinn og við þurftum bara að verjast þeim og náðum að klára þetta."
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |