KA komst í gær í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Liðið lagði Val að velli í undanúrslitum og var sigurinn nokkuð sannfærandi þegar á heildina á litið.
Gengi KA hefur snarbatnað að undanförnu eftir að liðið lenti í afar brattri Brekku í upphafi móts. KA hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar og komið úr botnsæti deildarinnar þar sem liðið var fyrir tveimur umferðum síðan.
Gengi KA hefur snarbatnað að undanförnu eftir að liðið lenti í afar brattri Brekku í upphafi móts. KA hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar og komið úr botnsæti deildarinnar þar sem liðið var fyrir tveimur umferðum síðan.
Lestu um leikinn: KA 3 - 2 Valur
„Eftir landsleikjahlé þá hefur þetta verið að myndast, allir vilja henda sér fyrir alla bolta," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.
Það má einmitt greina meiri trú á verkefninu hjá KA í síðustu leikjum, það er kominn einhver andi og þeir eru farnir að vinna almennilega saman, eitthvað sem vantaði upp á á stundum snemma í mótinu.
„Ívar og Hans geggjaðir, þeir skalla allt í burtu, Kári kemur geggjaður inn og Danni og Bjarni, sem hafa verið inn á miðjunni, vinna eins og skepnur. Mér líst vel á þetta upp á framhaldið," bætti Hallgrímur við.
Nafni hans, Jónasson, var ánægður með hugarfar leikmanna sinna í gær. „Við vitum að við erum góðir þegar við hittum á okkar dag, mér finnst við á ótrúlega góðum stað akkúrat núna. Við hlökkum agalega til að fara með okkar fólk á Laugardalsvöll. Það er annar séns að vinna titil sem við höfum aldrei unnið og annar séns á að fara aftur í Evrópu. Við erum gríðarlega ánægðir."
„Það eru virkilega mikil græði í mínu liði. Okkar vandamál í byrjun móts var bara að það var eins og við værum smá þunnir eftir árangur síðustu ára. Nú eru menn bara vaknaðir," sagði þjálfarinn í viðtali við RÚV eftir leikinn.
Athugasemdir