Markamaskínan Alda Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram.
Alda kom til Fram frá Fjölni í lok síðasta árs eftir ótrúlegt tímabil með þeim gulu í 2. deildinni.
Hún skoraði 33 mörk er Fjölnir hafnaði í 4. sæti deildarinnar og skipti síðan yfir í Fram eftir tímabilið.
Í sumar hefur hún myndað magnað sóknarteymi með Murielle Tiernan, Alda er með 12 mörk í Lengjudeildinni á meðan Tiernan er með 10 mörk.
Þær tvær hafa hjálpað Fram að vera toppbaráttulið í deildinni en Fram er einum sigri frá því að tryggja sæti sitt í Bestu deildina.
Alda hefur nú verið verðlaunuð fyrir frábæra frammistöðu en á dögunum framlengdi hún samning sinn út 2026.
„Ég er mjög ánægð með að hafa framlengt samning minn við Fram. Mér hefur liðið mjög vel hjá félaginu og þar hef ég allt sem ég þarf til að bæta mig sem leikmann og einstakling, geggjaða aðstöðu, gott þjálfarateymi, góða liðsheild innan liðsins og frábæra einstaklinga á bakvið liðið,“ sagði Alda við heimasíðu Fram.
Fram mætir toppliði FHL í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn en leikurinn er spilaður á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal.
Lengjudeild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. FHL | 18 | 13 | 1 | 4 | 62 - 35 | +27 | 40 |
2. Fram | 18 | 10 | 4 | 4 | 42 - 24 | +18 | 34 |
3. Grótta | 18 | 10 | 4 | 4 | 28 - 23 | +5 | 34 |
4. HK | 18 | 9 | 3 | 6 | 42 - 29 | +13 | 30 |
5. ÍA | 18 | 8 | 2 | 8 | 27 - 31 | -4 | 26 |
6. ÍBV | 18 | 8 | 1 | 9 | 29 - 32 | -3 | 25 |
7. Afturelding | 18 | 6 | 4 | 8 | 24 - 30 | -6 | 22 |
8. Grindavík | 18 | 6 | 3 | 9 | 24 - 26 | -2 | 21 |
9. Selfoss | 18 | 3 | 6 | 9 | 18 - 29 | -11 | 15 |
10. ÍR | 18 | 2 | 2 | 14 | 18 - 55 | -37 | 8 |
Athugasemdir