Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 03. október 2021 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Örn á skotskónum í sigri - Ísak Bergmann lagði upp
Viðar Örn Kjartansson skoraði fyrir Vålerenga
Viðar Örn Kjartansson skoraði fyrir Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann lagði upp mark
Ísak Bergmann lagði upp mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni fór meiddur af velli
Jón Guðni fór meiddur af velli
Mynd: Guðmundur Svansson
Íslensku leikmennirnir í Evrópuboltanum hafa verið að gera það gott síðustu vikur og héldu þeir uppteknum hætti í dag.

Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði á bekknum hjá FC gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom inná sem varamaður á 65. mínútu og lagði upp mark tólf mínútum síðar.

Lokatölur þar voru 1-1 og er FCK í öðru sæti með 24 stig, þremur stigum á eftir Midtjylland.

Viðar Örn á skotskónum í Íslendingaslag

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Vålerenga sem vann Strömgodset, 3-0. Mark hans kom á 9. mínútu leiksins. Þriðja mark hans á tímabilinu.

Hann fór af velli á 68. mínútu leiksins. Ari Leifsson lék allan leikinn fyrir Strömsgodset á meðan Valdimar Þór Ingimundarson sat allan tímann á bekknum. Vålerenga er í sjöunda sæti með 30 stig en Strömsgodset í áttunda sæti með 29 stig.

Adam Örn Arnarson kom þá inná sem varamaður á 86, mínútu í lið Tromsö sem vann Haugesund 2-0. Adam hefur komið inná í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Kristiansund vann Rosenborg 1-0. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan tímann í vörn Rosenborg á meðan Brynjólfur Andersen Willumsson var allan tímann á varamannabekk Kristiansund.

Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt unnu Stabæk 3-0 og lék Alfons allan leikinn í hægri bakverðinum. Bodö/Glimt er á toppnum með 44 stig.

Davíð Kristján Ólafsson lék þá í 1-1 jafntefli Álasunds gegn Ham/Kam í B-deildinni. Hann spilaði allan leikinn.

Jón Guðni fór meiddur af velli í tapi - Häcken vann

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Guðni Fjóluson fór meiddur af velli er Hammarby tapaði fyrir Norrköping, 3-1, í sænsku úrvalsdeildinni.

Jón Guðni var í byrjunarliði Hammarby en fór meiddur af velli á 27. mínútu leiksins. Þetta er mikið áhyggjuefni í ljósi þess að framundan eru landsleikir gegn Armeníu og Liechtenstein.

Ari Freyr Skúlason kom inná sem varamaður á 58. mínútu í lið Norrköping sem fagnaði góðum sigri.

Oskar Sverrisson spilaði síðustu átta mínúturnar er Häcken vann Örebro 2-1. Valgeir Lunddal Friðriksson var allan tímann á bekknum. Böðvar Böðvarsson lék þá 90 mínútur í 2-1 tapi Helsingborg gegn Sundsvall í B-deildinni og er Sundsvall nú með þriggja stiga forystu á Helsingborg í toppbaráttunni.

Rúnar Már kominn til baka úr meiðslum

Rúnar Már Sigurjónsson sat á bekknum hjá rúmenska liðinu Cluj sem vann Gaz Metan Medias, 2-1. Hann kom ekki við sögu í leiknum en virðist þó hafa jafnað sig á meiðslum sem hann hefur glímt við síðustu vikur.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann nýliða Cambuur, 3-1. Hann nældi sér í gult spjald í leiknum áður en hann fór af velli á 66. mínútu. AZ er í tólfta sæti með 9 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner