Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   fös 10. maí 2024 21:11
Sverrir Örn Einarsson
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Lengjudeildin
Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis
Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Róbert Hauksson í leiknum í dag.
Róbert Hauksson í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega svekktur, leikmyndin var nákvæmlega eins og við vildum hafa hana. Þeir voru bara sestir í seinni hálfleik sem við gjörsamlega dóminerum.“ Sagði Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 tap hans manna gegn Fjölni í Egilshöll fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Leiknir R.

Um frammistöðu liðs síns var Vigfús þó nokkuð jákvæður þrátt fyrir tapið og virtist vera með það á hreinu hvað Breiðhyltingum skorti á í kvöld.

„Síðasti þriðjungurinn sveik okkur svolítið. Við náðum lítið að komast afturfyrir bakverðina hjá þeim eins og við viljum gera. Frammistaðan heilt yfir mjög góð og óheppnir að fá þetta mark á okkur. Við hefðum getað brotið þegar þeir tóku hraðaupphlaupið sem var klaufalegt af okkur en annars bara mjög hreykinn af frammistöðu strákanna. þeir gerðu allt sem ég bað þá um að gera. Ég veit það bara að ef við skilum svona frammistöðum þá vinnum við fótboltaleiki.“

Sæbjörn Steinke fréttaritari Fótbolta.net á vellinum varpaði fram þeim mola fyrir leik að Leiknir hafi ekki borið sigurorð af Fjölni í Grafarvogi síðan árið 1998 eða í um 26 ár hvorki meira né minna. Vigfús var spurður út í þá staðreynd.

„Ég trúi nú ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur í að vinna Fjölni og þá sérstaklega hér í Grafarvogi. Þegar við spiluðum við þá í fyrra þá var það leikur sem við gáfum svolítið frá okkur klaufalega en það var allt annað uppi á teningunum í dag. Ég held að ef við myndum spila fimm svona leiki a móti Fjölni sem að litu nákvæmlega eins út þá fengjum við töluvert meira út úr flestum leikjunum og ég ætla að segja að þetta hafi verið undantekningin.“

Leikurinn fór eins og áður segir fram innandyra í Egilshöll. Undir lok leiks spyrnti Halldór Snær Georgsson boltanum í þakið sem líkt og reglur gera ráð fyrir leiddi til dómarakasts á vellinum. Vigfús virkaði ekkert sérlega sáttur með það en rætt hefur verið um að markmenn kunni að nýta sér þetta til þess að tefja leikinn. Fór þetta í taugarnar á Vigfúsi?

„Já mjög þetta er helvítis skítabragð. En það er bara eins og það er. Verð samt að koma inn á að hér er nýtt gras og vökvað og aðstæður til knattspyrnuiðkunar mjög góðar. En það er mjög pirrandi að hann geti bara notað þakið til að tefja leikinn. Getur dómarinn reynt að lesa aðeins í þetta? Það sjá allir að þetta er viljandi, hann bara þrumar honum beint upp í loft. Fyrir mér eru það bara viljandi tafir og á bara að vera gult spjald.“

Sagði Vigfús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars ástæður fyrir liðsvali og næstu leiki liðsins.
Athugasemdir
banner
banner