Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   fös 10. maí 2024 21:11
Sverrir Örn Einarsson
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Lengjudeildin
Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis
Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Róbert Hauksson í leiknum í dag.
Róbert Hauksson í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega svekktur, leikmyndin var nákvæmlega eins og við vildum hafa hana. Þeir voru bara sestir í seinni hálfleik sem við gjörsamlega dóminerum.“ Sagði Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 tap hans manna gegn Fjölni í Egilshöll fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Leiknir R.

Um frammistöðu liðs síns var Vigfús þó nokkuð jákvæður þrátt fyrir tapið og virtist vera með það á hreinu hvað Breiðhyltingum skorti á í kvöld.

„Síðasti þriðjungurinn sveik okkur svolítið. Við náðum lítið að komast afturfyrir bakverðina hjá þeim eins og við viljum gera. Frammistaðan heilt yfir mjög góð og óheppnir að fá þetta mark á okkur. Við hefðum getað brotið þegar þeir tóku hraðaupphlaupið sem var klaufalegt af okkur en annars bara mjög hreykinn af frammistöðu strákanna. þeir gerðu allt sem ég bað þá um að gera. Ég veit það bara að ef við skilum svona frammistöðum þá vinnum við fótboltaleiki.“

Sæbjörn Steinke fréttaritari Fótbolta.net á vellinum varpaði fram þeim mola fyrir leik að Leiknir hafi ekki borið sigurorð af Fjölni í Grafarvogi síðan árið 1998 eða í um 26 ár hvorki meira né minna. Vigfús var spurður út í þá staðreynd.

„Ég trúi nú ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur í að vinna Fjölni og þá sérstaklega hér í Grafarvogi. Þegar við spiluðum við þá í fyrra þá var það leikur sem við gáfum svolítið frá okkur klaufalega en það var allt annað uppi á teningunum í dag. Ég held að ef við myndum spila fimm svona leiki a móti Fjölni sem að litu nákvæmlega eins út þá fengjum við töluvert meira út úr flestum leikjunum og ég ætla að segja að þetta hafi verið undantekningin.“

Leikurinn fór eins og áður segir fram innandyra í Egilshöll. Undir lok leiks spyrnti Halldór Snær Georgsson boltanum í þakið sem líkt og reglur gera ráð fyrir leiddi til dómarakasts á vellinum. Vigfús virkaði ekkert sérlega sáttur með það en rætt hefur verið um að markmenn kunni að nýta sér þetta til þess að tefja leikinn. Fór þetta í taugarnar á Vigfúsi?

„Já mjög þetta er helvítis skítabragð. En það er bara eins og það er. Verð samt að koma inn á að hér er nýtt gras og vökvað og aðstæður til knattspyrnuiðkunar mjög góðar. En það er mjög pirrandi að hann geti bara notað þakið til að tefja leikinn. Getur dómarinn reynt að lesa aðeins í þetta? Það sjá allir að þetta er viljandi, hann bara þrumar honum beint upp í loft. Fyrir mér eru það bara viljandi tafir og á bara að vera gult spjald.“

Sagði Vigfús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars ástæður fyrir liðsvali og næstu leiki liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner