Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 10. maí 2024 21:11
Sverrir Örn Einarsson
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Lengjudeildin
Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis
Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Róbert Hauksson í leiknum í dag.
Róbert Hauksson í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega svekktur, leikmyndin var nákvæmlega eins og við vildum hafa hana. Þeir voru bara sestir í seinni hálfleik sem við gjörsamlega dóminerum.“ Sagði Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 tap hans manna gegn Fjölni í Egilshöll fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Leiknir R.

Um frammistöðu liðs síns var Vigfús þó nokkuð jákvæður þrátt fyrir tapið og virtist vera með það á hreinu hvað Breiðhyltingum skorti á í kvöld.

„Síðasti þriðjungurinn sveik okkur svolítið. Við náðum lítið að komast afturfyrir bakverðina hjá þeim eins og við viljum gera. Frammistaðan heilt yfir mjög góð og óheppnir að fá þetta mark á okkur. Við hefðum getað brotið þegar þeir tóku hraðaupphlaupið sem var klaufalegt af okkur en annars bara mjög hreykinn af frammistöðu strákanna. þeir gerðu allt sem ég bað þá um að gera. Ég veit það bara að ef við skilum svona frammistöðum þá vinnum við fótboltaleiki.“

Sæbjörn Steinke fréttaritari Fótbolta.net á vellinum varpaði fram þeim mola fyrir leik að Leiknir hafi ekki borið sigurorð af Fjölni í Grafarvogi síðan árið 1998 eða í um 26 ár hvorki meira né minna. Vigfús var spurður út í þá staðreynd.

„Ég trúi nú ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur í að vinna Fjölni og þá sérstaklega hér í Grafarvogi. Þegar við spiluðum við þá í fyrra þá var það leikur sem við gáfum svolítið frá okkur klaufalega en það var allt annað uppi á teningunum í dag. Ég held að ef við myndum spila fimm svona leiki a móti Fjölni sem að litu nákvæmlega eins út þá fengjum við töluvert meira út úr flestum leikjunum og ég ætla að segja að þetta hafi verið undantekningin.“

Leikurinn fór eins og áður segir fram innandyra í Egilshöll. Undir lok leiks spyrnti Halldór Snær Georgsson boltanum í þakið sem líkt og reglur gera ráð fyrir leiddi til dómarakasts á vellinum. Vigfús virkaði ekkert sérlega sáttur með það en rætt hefur verið um að markmenn kunni að nýta sér þetta til þess að tefja leikinn. Fór þetta í taugarnar á Vigfúsi?

„Já mjög þetta er helvítis skítabragð. En það er bara eins og það er. Verð samt að koma inn á að hér er nýtt gras og vökvað og aðstæður til knattspyrnuiðkunar mjög góðar. En það er mjög pirrandi að hann geti bara notað þakið til að tefja leikinn. Getur dómarinn reynt að lesa aðeins í þetta? Það sjá allir að þetta er viljandi, hann bara þrumar honum beint upp í loft. Fyrir mér eru það bara viljandi tafir og á bara að vera gult spjald.“

Sagði Vigfús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars ástæður fyrir liðsvali og næstu leiki liðsins.
Athugasemdir