Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 10. maí 2024 21:18
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Framarar sóttu gott stig í Garðabæ
Gummi Magg skoraði eina mark Fram í leiknum
Gummi Magg skoraði eina mark Fram í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan 1 - 1 Fram
1-0 Óli Valur Ómarsson ('30 )
1-1 Guðmundur Magnússon ('66 )
Lestu um leikinn

Stjarnan og Fram gerðu 1-1 jafntefli í 6. umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Heimamenn voru meira með boltann í fyrri hálfleiknum en hvorugt liðið náði að ógna af viti fyrstu fimmtán mínúturnar.

Stjörnumenn fóru að færa sig upp á skaftið og náðu í mark þegar 30 mínútu voru komnar á klukkuna. Hilmar Árni Halldórsson átti þessa glæsilegu fyrirgjöf inn í teiginn og þar var einn af þeim lægstu í teignum, Óli Valur Ómarsson, mættur til að stanga boltann í netið.

Framarar náðu að svara ágætlega. Kyle McLagan átti skalla rétt framhjá markinu aðeins fimm mínútum síðar.

Staðan í hálfleik 1-0 fyrir heimamönnum. Þegar tæpar fimmtán mínútur voru búnar af síðari hálfleik vildu heimamenn fá vítaspyrnu er Kyle McLagan fór í tæklingu á Óla Val í teignum, en Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, veifaði þessu frá og sagði Kyle hafa tekið boltann.

Framarar jöfnuðu leikinn tíu mínútum síðar. Tryggvi Snær Geirsson átti flotta sendingu á Harald Einar Ásgrímsson sem skallaði boltann í hættusvæðið og þar var Guðmundur Magnússon mættur eins og gammur með sitt annað deildarmark í sumar.

Liðin fengu færi til að gera sigurmarkið. Guðmundur Baldvin Nökkvason átti skot sem Ólafur Íshólm Ólafsson varði og þá átti Eil Atlason skalla yfir markið.

Framarinn ungi Viktor Bjarki Daðason fékk líka ágætis skallafæri en setti boltann ofan á þaknetið.

Seint í uppbótartíma vildi Emil Atlason fá vítaspyrnu er hann féll í teignum, en fékk í staðinn gult spjald fyrir mótmæli. Fleiri urðu mörkin ekki í þessum leik og niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Fram er með ellefu stig í 3. sæti deildarinnar en Stjarnan í 4. sæti með 10 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner