Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 10. maí 2024 21:49
Sverrir Örn Einarsson
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni var meiddur en samt á bekknum í kvöld.
Máni var meiddur en samt á bekknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var hart tekist á í Egilshöll í kvöld þar sem fram fór úthverfaslagur Reykjavíkurliðana Fjölnis og Leiknis. Fór svo að lokum að Fjölnir hafði 1-0 sigur þar sem Dagur Ingi Axelsson gerði sigurmark þeirra um miðbik fyrri hálfleiks. Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var til viðtals við Fótbolta.net eftir leikinn og svaraði aðspurður hvernig um honum liði með sigurinn á eftirfarandi hátt.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Leiknir R.

„Bara mjög vel, leikurinn fór kannski ekki alveg eins og við lögðum hann upp. Þeir breyttu aðeins til hjá sér hvernig þeir stilla sér upp í sókn. Mikil hreyfing á þeim og skipt um stöður og við náðum ekki pressunni nægjanlega vel. Við ákváðum því á endanum að detta bara niður í einhverja milliblokk og leyfa þeim að koma aðeins á okkur.“

Þrátt fyrir falla niður undan liði Leiknis var það lið Fjölnis sem reiddi eina höggið af hendi hvað varðar markaskorun í kvöld líkt og áður kemur fram. Um þróun leiksins eftir markið sagði Úlfur.

„Svo náum við inn þessu marki og þá þróast leikir oft út í eitthvað svona. Mér fannst við verjast bara mjög vel. Þeir eiga hérna skalla í slá og kannski eitt skot sem er tæklað í horn. Annars fá þeir engin færi þó þeir séu mjög mikið með boltann í seinni hálfleik. Gaman að hanga á þessu þó það sé helvíti stressandi að vera á bekknum en bara hrós til strákanna.“

Það vakti athygli fréttaritara Fótbolta.net á vellinum að Máni Ausmann Hilmarsson var skráður varamaður á skýrslu hjá Fjölni en var þó ekki í rauninni á bekknum. Hver er staðan á honum?

„Hann fékk aðeins í nárann í bikarleiknum gegn Selfossi. Var nú búinn að ná sér og kláraði 90 mínútur gegn Grindavík á fullum krafti. Svo kom upp núna á mánudaginn smá bakslag svo við ákváðum að taka enga sénsa með hann. Við leyfðum honum svo að vera á bekknum vegna þess að við eigum ennþá tvo inni frá Bandaríkjunum, tveir eru veikir og allur annar flokkurinn er skráður í Vængi Júpíters svo hann fékk bara að vera þana með. “

„Það er mjög góð tilfinning að vera með sex stig en samt finnast við eiga inni í frammistöðu. Mér finnst við vera tækla mjög vel þau atriði sem við ætluðum að laga í vetur frá síðasta sumri og ég horfi mikið í að við erum búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra. Það er mjög mikilvægt og hitt kemur,"
sagði Úlfur.

Fjölnir var í brasi með að verjast föstum leikatriðum á síðasta tímabili en það hefur ekki verið vandamál í fyrstu leikjum mótsins í ár.

Nánar er rætt við Úlla í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal að honum finnist liðið eiga ýmislegt inni. Hann ræðir einnig vel um markmannsvalið en Halldór Snær Georgsson hefur byrjað mótið í markinu og hvernig hans miðverðir stóðu sig gegn Omar Sowe framherja Leiknis.
Athugasemdir
banner