Cole Palmer, Phil Foden og Jude Bellingham eru allir í enska landsliðshópnum sem Lee Carsley tilkynnti í dag. Þetta eru allt fótboltamenn í fremstu röð í heiminum en það er þó krefjandi að koma þeim öllum saman fyrir í byrjunarliðinu.
Carsley viðurkennir að það er krefjandi verkefni að ná að setja þá alla saman í byrjunarliðið.
Carsley viðurkennir að það er krefjandi verkefni að ná að setja þá alla saman í byrjunarliðið.
„Þetta er áskorun varðandi hópinn sem við höfum, við erum með svo marga hæfileikaríka leikmenn. Við horfum til þess að finna rétta jafnvægið í liðinu, hver kemur með hvað að borðinu með tilliti til þess hvernig við spilum," segir Carsley.
Palmer hefur verið funheitur með Chelsea, Foden er lykilmaður hjá Manchester City og Bellingham hjá Real Madrid.
„Ég reyni að festa mig ekki of mikið í stöðum, horfi frekar til eiginleika leikmanna og hvernig við getum ráðist á ndstæðinginn. Þeir eru allir frábærir leikmenn."
Athugasemdir