Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 03. október 2024 14:07
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Ljóst að Aron Einar kemur ekki inn í landsliðið
Icelandair
Aron spjallar við Age Hareide.
Aron spjallar við Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson fór í segulómun og úr henni kom í ljós að hann er lítillega tognaður aftan í læri. Hann verður því frá í um tvær vikur og getur ekki komið inn í íslenska landsliðshópinn.

Frá þessu greinir 433.is en búist er við því að Age Hareide landsliðsþjálfari kalli Júlíus Magnússon miðjumann Fredrikstad inn.

Ísland mætir Wales föstudaginn 11. október og Tyrklandi mánudaginn 14. október. Báðir leikirnir hefjast kl. 18:45 og fara fram á Laugardalsvelli, en þeir eru liður í Þjóðadeild UEFA.

Hareide sagði fyrir um mánuði síðan að Aron yrði ekki valinn á meðan hann væri leikmaður Þórs í Lengjudeildinni. Aron skipti hins vegar til Al-Gharafa í Katar fyrir stuttu og er búinn að spila sinn fyrsta leik þar. Hann fór út af í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner