Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   þri 03. desember 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ætlar ekki að versla í janúar þrátt fyrir veikleika í vörninni
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist ekki ætla að bæta við leikmönnum í janúarglugganum.

City mætir Burnley í kvöld en liðið hefur ekki náð að halda hreinu í síðustu sjö leikjum og er ellefu stigum á eftir toppliði Liverpool.

Það hefur vakið athygli að brasilíski miðjumaðurinn Fernandinho hefur verið notaður í vörninni á þessu tímabili.

„Ég er mjög hrifinn af Fernandinho í þessari stöðu. Ég vil helst að hann spili þar, þess vegna gerir hann það," segir Guardiola.

Varnarleikurinn hefur verið gagnrýndur hjá City sem augljós veikleiki en félagið fékk ekki leikmann í staðinn fyrir Vincent Kompany í sumar. Þá meiddist Aymeric Laporte og Guardiola hefur ákveðið að spila Nicolas Otamendi og John Stones ekki saman síðan í september.

Það mun þó ekki ýta Guardiola út á leikmannamarkaðinn, hann ætlar að halda áfram nota Fernandinho sem miðvörð.

„Ég hef ekki áhuga á að fá neinn í janúar," segir Guardiola en hann brást illa við því á fréttamannafundi þegar hann var spurður út í hvaða gæði Fernandinho hefði varnalega.

„Hefur þú horft á leikina?" svaraði Guardiola.

Samningur Fernandinho, sem er 34 ára, rennur út næsta sumar en búist er við því að hann fái nýjan samning.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner