Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gourna-Douath og Nelsson til Roma (Staðfest)
Mynd: Roma
Ítalska félagið Roma festi kaup á tveimur leikmönnum undir lok gluggans í gær en franski miðjumaðurinn Lucas Gourna-Douath og danski varnarmaðurinn Victor Nelsson komu til félagsins frá Salzburg og Galatasaray.

Gourna-Douath er 21 árs gamall varnarsinnaður miðjumaður sem hóf feril sinn hjá St. Etienne áður en hann fór til Salzburg árið 2022.

Salzburg keypti hann á 15 milljónir evra sem var metfé í austurrísku deildinni á þeim tíma.

Fyrrum undrabarnið mun nú reyna fyrir sér í Seríu A en Roma fær hann á láni með möguleika á að geta keypt hann eftir tímabilið.

Roma fékk einnig danska landsliðsmannninn Victor Nelsson á láni frá Galatasaray í Tyrklandi.

Nelsson er 26 ára gamall miðvörður sem hefur einnig leikið með Nordsjælland og FCK í Danmörku. Hann á 16 A-landsleiki fyrir Dani.

Roma getur einnig gert skipti hans varanleg í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner