Ítalska félagið Roma festi kaup á tveimur leikmönnum undir lok gluggans í gær en franski miðjumaðurinn Lucas Gourna-Douath og danski varnarmaðurinn Victor Nelsson komu til félagsins frá Salzburg og Galatasaray.
Gourna-Douath er 21 árs gamall varnarsinnaður miðjumaður sem hóf feril sinn hjá St. Etienne áður en hann fór til Salzburg árið 2022.
Salzburg keypti hann á 15 milljónir evra sem var metfé í austurrísku deildinni á þeim tíma.
Fyrrum undrabarnið mun nú reyna fyrir sér í Seríu A en Roma fær hann á láni með möguleika á að geta keypt hann eftir tímabilið.
Roma fékk einnig danska landsliðsmannninn Victor Nelsson á láni frá Galatasaray í Tyrklandi.
Nelsson er 26 ára gamall miðvörður sem hefur einnig leikið með Nordsjælland og FCK í Danmörku. Hann á 16 A-landsleiki fyrir Dani.
Roma getur einnig gert skipti hans varanleg í sumar.
???? Welcome to Roma, Victor Nelsson! ????????
— AS Roma English (@ASRomaEN) February 3, 2025
???? https://t.co/c1ZnGo7tiQ#ASRoma pic.twitter.com/d3QeD1tOde
Athugasemdir