Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 04. maí 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Hodgson verður ekki stjóri Watford á næsta tímabili
Hodgson var heiðraður fyrir störf sín í boltanum.
Hodgson var heiðraður fyrir störf sín í boltanum.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson hefur staðfest að hann verður ekki stjóri Watford á næsta tímabili og býst fastlega við því að hætta í þjálfun eftir tímabilið.

Þessi 74 ára fyrrum landsliðsþjálfari Englands var í dag heiðraður í Buckingham höll fyrir störf sín í fótboltanum.

Watford mætir Crystal Palace á laugardag en ef liðið vinnur ekki þá fellur það formlega niður í Championship-deildina. Það verður þá í fyrsta og eina sinn sem Hodgson fellur á þjálfaraferlinum.

„Ég hef notið tímans í þessu starfi. Þetta er mjög krefjandi heimur," segir Hodgson sem hefur meðal annars stýrt Inter, Blackburn, Fulham Liverpool, West Brom og Palace á stjóraferlinum.

Þá hefur hann verið landsliðsþjálfari Sviss, Arabísku furstadæmana og Finnlands.

Hann hætti sem stjóri Palace eftir síðasta tímabil en ákvað að skrifa undir hjá Watford þegar Claudio Ranieri var rekinn í janúar.

„Ég var hættur þegar ég ákvað að taka þetta starf. Nú tel ég að rétt sé að stíga til hliðar og njóta frítímans með eiginkonu minni og syni," segir Hodgson.
Athugasemdir
banner
banner