Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 04. ágúst 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik býður VIP miða sem inniheldur áfenga drykki á Aberdeen leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Aberdeen mætast í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun. Leikið verður á Laugardalsvelli, þjóðarleikvangi okkar Íslendinga.

Blikar bjóða upp á skemmtilegan möguleika í miðakaupum fyrir leikinn því hægt er að kaupa sérstaka VIP miða á leikinn.

Þeir eru í boði á 6500 krónur og veita aðgang að VIP stúku þar sem boðnar verða veitingar og bæði áfangir og óafengir drykkir.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 á morgun, fimmtudag.

Miðaverð:
Fullorðnir 2000 kr
VIP 6500 kr
Börn 16 ára og yngri 200 kr


Athugasemdir