France Football hefur opinberað þá 30 leikmenn sem koma til greina til Ballon d'Or-verðlaunanna í ár.
Evrópu- og Spánarmeistarar Real Madrid eiga sjö fulltrúa í ár, en brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Junior er talinn líklegastur úr þeirra röðum.
Ef hann vinnur verðlaunin verður hann fyrsti Brasilíumaðurinn til að ná þeim áfanga síðan Kaká gerði það fyrir sautján árum síðan. Vinicius átti magnað ár með Madrídingum, þar sem hann kom að 35 mörkum í 39 leikjum.
Englandsmeistarar Manchester City eiga fjóra fulltrúa en þar á meðal eru þeir Rodri, Erling Braut Haaland og Phil Foden, sem var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Rodri er talinn vera í baráttu við Vinicius um verðlaunin, en hann var mikilvægur í liði Spánverja sem vann Evrópumótið í sumar og þá vann hann auðvitað ensku úrvalsdeildina með Man City.
Arsenal er einnig með fjóra fulltrúa en það eru þeir Declan Rice, William Saliba, Martin Ödegaard og Bukayo Saka.
Verðlaunaafhendingin fer fram 28. október næstkomandi.
Listinn:
Antonio Rudiger - Real Madrid
Kylian Mbappe - Real Madrid
Lautaro Martinez - Inter
Ademola Lookman - Atalanta
Alejandro Grimaldo - Bayer Leverkusen
Dani Carvajal - Real Madrid
William Saliba - Arsenal
Lamine Yamal - Barcelona
Bukayo Saka - Arsenal
Hakan Calhanoglu - Inter
Rodri - Man City
Declan Rice- Arsenal
Harry Kane - Bayern Munich
Cole Palmer - Chelsea
Vitinha - PSG
Vinicius Jr - Real Madrid
Martin Odegaard - Arsenal
Dani Olmo - Barcelona
Florian Wirtz - Bayer Leverkusen
Mats Hummels - Roma
Erling Haaland - Man City
Nicolas Williams - Athletic Bilbao
Granit Xhaka - Bayer Leverkusen
Artem Dovbyk - Roma
Toni Kroos - Real Madrid
Jude Bellingham - Real Madrid
Phil Foden - Man City
Ruben Dias - Man City
Federico Valverde - Real Madrid
Emiliano Martinez - Aston VIlla
Athugasemdir