Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea líka í viðræðum við Leicester varðandi Chilwell
Tveir eftirsóttir, Ben Chilwell og James Maddison.
Tveir eftirsóttir, Ben Chilwell og James Maddison.
Mynd: Getty Images
Chelsea er að vinna á fullu í að styrkja lið sitt fyrir næsta tímabil, þrátt fyrir að þetta tímabil sé ekki búið.

Þýski sóknarmaðurinn Timo Werner er að koma frá RB Leipzig. Ben Chilwell, vinstri bakvörður Leicester, er næstur á lista yfir skotmörk á markaðnum.

Hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano segir að Chelsea sé í viðræðum við Leicester um Chilwell og að bakvörðurinn vilji fara til Chelsea.

Nicolas Tagliafico, bakvörður Ajax, er á lista hjá Chelsea ef ekki gengur upp að fá Chilwell. Tagliafico er fáanlegur fyrir 22,4 milljónir punda, en Chilwell er líklega mun dýrari.

Chilwell er 23 ára gamall og hefur spilað stórt hlutverk í liði Leicester undanfarin ár. Chilwell á þá að baki 11 A-landsleiki fyrir Englands hönd.


Athugasemdir
banner
banner
banner