Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. júlí 2020 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City tapað fleiri leikjum en Arsenal, Man Utd og Úlfarnir
Mynd: Getty Images
Manchester City tapaði fyrir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Man City missti af Englandsmeistaratitlinum, en liðið er í öðru sæti deildarinnar. James Pearce, blaðamaður sem skrifar um Liverpool fyrir The Athletic bendir hins vegar á það að City hefur núna tapað fleiri deildarleikjum en Arsenal, Manchester United og Wolves á tímabilinu. City hefur tapað jafnmörgum og Sheffield United.

Pep Guardiola segist eiga bágt með að skilja það hvernig liðið hefur tapað níu deildarleikjum á tímabilinu.

„Við höfum verið að spila vel, en það er ekki nóg til að vinna leiki. Við erum leiðandi í markaskorun, við sköpum fullt af færum. Við fáum ekki mikið af mörkum eða færum á okkur, en samt erum við að tapa leikjum," sagði Guardiola eftir leikinn í kvöld.

„Það er erfitt fyrir mig að finna ástæðu fyrir því af hverju þetta er svona."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner