Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 19:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Glæsimark Adams dugði til sigurs gegn Man City
Southampton fagnar sigurmarki sínu.
Southampton fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: Getty Images
Southampton 1 - 0 Manchester City
1-0 Che Adams ('16 )

Southampton bar sigur úr býtum gegn Manchester City þegar liðin áttust við í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Southampton komst yfir á 16. mínútu þegar Che Adams skoraði og var það virkilega laglegt mark. Adams var keyptur til Southampton frá Birmingham síðasta sumar fyrir 15 milljónir punda. Adams talaði um það þegar hann var keyptur að Southampton gæti unnið ensku úrvalsdeildina.

Það rættist ekki alveg hjá honum og hefur hann ekki átt gott tímabil. Fyrir leikinn í dag var hann búinn að fara í gegnum 24 deildarleiki án þess að skora mark. Sóknarmaðurinn náði að opna markareikinginn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og gerði hann það með rosalegu marki.

Hann sá að Ederson, markvörður Manchester City, var langt út úr markinu og reyndi fyrir sér. Það fór mjög vel hjá honum.

Sjá einnig:
Endaði markastífluna með rosalegu marki - Ederson leit illa út

Gestirnir frá Manchester sóttu stíft en án árangur. Southampton hélt út og náði að landa stórkostlegum sigri gegn næst besta liði ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton fer upp í 13. sæti og verður áfram í deildinni á næstu leiktíð. City er áfram í öðru sæti.

Önnur úrslit:
England: Sheffield Utd tapaði mikilvægum stigum á Turf Moor
England: Fjögurra marka jafntefli á St. James' Park
England: Liverpool svaraði burstinu gegn Man City


Athugasemdir
banner
banner
banner