Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 05. ágúst 2022 21:27
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr leik Crystal Palace og Arsenal: Fimm leikmenn fá 8
Arsenal spilaði góðan leik í kvöld
Arsenal spilaði góðan leik í kvöld
Mynd: EPA
Fimm leikmenn Arsenal fá 8 í einkunn fyrir frammistöðuna í 2-0 sigri liðsins á Crystal Palace í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar sem fór fram á Selhurst Park í kvöld.

Gabriel Martinelli gerði fyrsta mark tímabilsins á 20. mínútu eftir hornspyrnu. Bukayo Saka tók hornspyrnuna á kollinn á Oleksandr Zinchenko sem var utarlega í teignum. Hann stangaði síðan boltann fyrir á Martinelli sem kom boltanum í netið.

Saka var svo maðurinn á bakvið við annað mark Arsenal. Hann fékk boltann hægra megin við teiginn, kom honum fyrir, en boltinn fór af Marc Guehi og í netið. Þetta gerði út um leikinn og Arsenal fagnar fyrsta sigri tímabilsins.

Aaron Ramsdale, William Saliba, Gabriel, Saka og Gabriel Jesus fá allir 8 fyrir frammistöðuna í kvöld. Slakasti maður vallarins var Eberechi Eze hjá Palace, en hann fær 5. Hann fékk dauðafæri til að jafna í byrjun síðari hálfleiksins en fór þá illa að ráði sínu og setti boltann beint á Ramsdale.

Crystal Palace: Guaita (6), Clyne (7), Andersen (7), Guehi (6), Mitchell (6), Doucoure (6), Schlupp (6), Eze (5), Ayew (7), Zaha (7), Edouard (6)
Varamenn: Mateta (6), Milivojovic (6), Hughes (6)

Arsenal: Ramsdale (8), White (6), Saliba (8), Gabriel (8), Zinchenko (7), Partey (7), Xhaka (7), Saka (8), Odegaard (7), Martinelli (7), Jesus (8)
Varamenn: Tierney (7), Nketiah (6), Lokonga (6)
Athugasemdir
banner
banner