lau 05. desember 2020 09:30
Aksentije Milisic
„Get stöðvað Lukaku í hringnum en ekki á vellinum"
Mihajlovic og Medel eigast við.
Mihajlovic og Medel eigast við.
Mynd: Getty Images
Sinisa Mihajlovic, þjálfari Bologna, hefur sagt að hann gæti stöðvað Romelu Lukaku í hnefaleika hringnum en ekki á fótboltavellinum.

Bologna mætir Inter á útvelli í dag en liðið hefur sótt tvo útisigra í röð gegn Inter sem er áhugavert.

Mihajlovic var spurður út í Lukaku en hann hefur átt magnað tímabil og getur hreinlega ekki hætt að skora.

„Sem knattspyrnumaður, þá gæti ég ekki stöðvað hann. Hann er sterkari, hraðari og stærri heldur en ég," sagði Sinisa.

„Ég gæti kannski stöðvað hann í hnefaleika hringnum, en á fótboltavellinum þar sem þú getur ekki barið frá þér, þá veit ég ekki hvernig ég myndi gera það."

Bologna hefur gengið vel gegn Inter eins og áður segir og er Mihajlovic bjartsýnn fyrir leikinn í dag.

„Eins og þeir segja, tveir er ekkert án þrír. Við sjáum til á morgun hvort það sé satt og hvort við munum vinna þá aftur. Við þurfum að skora einu marki meira en þeir."

Athugasemdir
banner
banner
banner