Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 06. maí 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu magnaða stoðsendingu hjá Cole - Valdi ekki Ísland
Cole Campbell.
Cole Campbell.
Mynd: Getty Images
Cole Campbell, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, var á skotskónum með U19 ára liði félagsins í gær er það vann 3-0 sigur á Schalke. Hann lagði einnig upp mark í leiknum.

Það er óhætt að segja að stoðsendingin hans í gær hafi verið ótrúlega flott.

Cole, sem er 18 ára gamall, kom til Dortmund frá Breiðabliki árið 2022.

Hann spilaði fyrir yngri landslið Íslands áður en hann tók ákvörðun fyrir stuttu um að spila fyrir Bandaríkin. Faðir Cole er bandarískur en móðir hans íslensk.

Hann hefur nú komið að 21 marki í 28 leikjum í öllum keppnum með U19 ára liði Dortmund en magnaða stoðsendingu hans má sjá hér fyrir neðan. Það er einnig hægt að sjá markið sem hann skoraði þarna.Athugasemdir
banner
banner