Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Grasrótin - 11. Umferð, Fyrri umferðin gerð upp. Bestir, verstir og fleira
Leiðin úr Lengjunni: Verðlaunum fyrri hlutann og línur aðeins að skýrast
Draumalið fyrri umferð í hverri deild (2-5. deild)
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
   fim 21. mars 2024 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron átti góðan tíma með bandaríska landsliðinu.
Aron átti góðan tíma með bandaríska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, settist niður með Baldvini Má Borgarssyni, fréttamanni Fótbolta.net, eftir tap Valsmanna gegn ÍA í Lengjubikarnum í gær.

Í spjallinu fór Aron aðeins yfir leikinn, komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins, nýjan samning sinn á Hlíðarenda og Cole Campbell sem ákvað nýverið að spila fyrir bandaríska landsliðið.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, í öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.

Eitt af því sem Aron ræðir í þættinum er Cole Campbell, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi. Cole er gríðarlega efnilegur fótboltamaður en það var afar svekkjandi fyrir stuðningsfólk íslenska landsliðsins þegar hann kaus að velja Bandaríkin fram yfir Ísland núna á dögunum.

Cole tók þessa ákvörðun á dögunum og sagði svo við erlenda miðla að Aron hefði átt stóran þátt í að sannfæra hann um að skipta yfir í bandaríska landsliðið. Cole á íslenska móður, spilaði í yngri flokkum á Íslandi og hafði spilað fyrir U17 landslið Íslands.

„Ég spilaði gegn Aroni Jó í íslenska boltanum og hann tók mig til hliðar til að segja mér að ég yrði að skoða að spila fyrir bandaríska landsliðið. Hann sagði að þetta væri ákvörðun sem hann myndi hiklaust taka aftur," sagði Cole en Aron býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa lent í svipaðri stöðu og Cole á sínum yngri árum. Aron gat valið á milli íslenska landsliðsins og þess bandaríska, og hann kaus að spila fyrir stórþjóðina Vestanhafs.

„Við vorum að spila á Hlíðarenda og ég tala við hann þá. Ég hafði líka talað við pabba hans. Ég sagði honum bara mína upplifun og hvernig mér leið. Mér fannst þetta frábært og ég var ekkert að skafa af því. Ef hann hefði tök á þessu, þá væri þetta frábært tækifæri fyrir hann. Ég sagði honum bara hvað mér fannst en hann er sjálfur einstaklingur og með sitt teymi. Þau taka endanlega ákvörðun. Ég var ekki með byssu við hausinn á honum að segja eitt eða hitt," sagði Aron.

„Þessi umræða vindur upp á sig og ég er svolítið gerður að einhverjum blóraböggli þarna. Mér finnst bara gaman að þessu."

„Hann má segja það sem hann vill. Þetta er rétt, ég talaði við hann og útskýrði hvernig mér leið. Þetta er bara mín skoðun og það þurfa ekki allir að deila henni."

Aron segist ekki geta sagt til um það hvort það sé betra að spila fyrir Bandaríkin eða Ísland. Hann tók sína ákvörðun á sínum tíma og sér ekki eftir henni þar sem hann upplifði frábæra tíma með bandaríska landsliðinu.

„Cole Campbell er rosalega hæfileikaríkur og ef hann heldur rétt á spilunum á hann eftir að eiga rosalega skemmtilega framtíð. Þetta eykur möguleikana á stóru vörumerki fyrir hann," segir Aron.

Cole er partur af U19 liði Dortmund og vonast til að fá tækifæri með aðalliði félagsins á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner