
Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikarsins í hálfleikshléi viðureignar KR og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum, þar sem heimamenn í KR eru einu marki yfir í hálfleik.
KA og Víkingur R. eiga heimaleiki í undanúrslitunum. KA mætir Breiðabliki á Akureyri á meðan ríkjandi meistarar Víkings drógust gegn sigurvegara úr viðureign KR og Stjörnunnar.
KA, Víkingur og Breiðablik rétt mörðu leiki sína í 8-liða úrslitum bikarsins. Öll liðin unnu með sigurmörkum seint í leikjunum, þar sem KA og Breiðablik unnu heimaleiki gegn Grindavík og FH á meðan Víkingur hafði betur gegn Þór á Akureyri.
Til gamans má geta að liðin fjögur sem mætast í undanúrslitunum vermdu fjögur efstu sæti Bestu deildarinnar í fyrra.
Undanúrslit Mjólkurbikarsins 2023:
Víkingur R. - KR/Stjarnan
KA - Breiðablik
Undanúrslitin verða leikin 3. og 4. júlí og úrslitaleikurinn verður svo á Laugardalsvelli 26. ágúst.