Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 06. september 2020 09:55
Victor Pálsson
Þrjú ensk félög skoða Griezmann - Pogba á förum?
Powerade
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Fer Pogba aftur til Juventus?
Fer Pogba aftur til Juventus?
Mynd: Getty Images
Callum Wilson.
Callum Wilson.
Mynd: Getty Images
Það styttist verulega í að knattspyrnan í stærstu deildum Evrópu fari af stað á ný og eru ensk slúðurblöðin á fullu. Hér fyrir neðan má sjá helstu slúðurmola dagsins.

Real Madrid neitar ennþá að útiloka sölu á vængmanninum Gareth Bale sem er 31 árs gamall. Bale er ekki fyrsti maður á blað hjá Zinedine Zidane, stjóra liðsins. (Sport)

Manchestrer United, Arsenal og Liverpool eru að skoða stöðu Antoine Griezmann(29), leikmanns Barcelona, en framtíð hans gæti verið í hættu því Lionel Messi er ekki á förum frá spænska félaginu. (Mail)

Liverpool hefur tjáð Barcelona að miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum(29) muni kosta 15 milljónir punda. (Mirror)

Newcastle er búið að bjóða 20 milljónir punda í Callum Wilson, framherja Bournemouth, sem er 28 ára gamall. Félagið vill fá hann áður en enska deildin hefst á ný. (Sunderland Echo)

Paul Pogba(27), leikmaður Manchester United, vill snúa aftur til Juventus og hefur því ekki skrifað undir nýjan samning við enska félagið. (Tuttosport)

Chelsea er nálægt því að ná samkomulagi við Rennes um markvörðinn Edouard Mendy(29). (Sun)

Tottenham er að undirbúa 13 milljóna punda tilboð í Will Hughes, 25 ára gamlan miðjumann Watford. (Mirror)

Chelsea ætlar að bjóða framherjanum Michy Batshuayi(26) nýjan samning áður en hann verður sendur á lán. Crystal Palace, West Brom og Newcastle hafa áhuga. (Sun)

Miðjumaðurinn Rafinha(27) er á óskalista Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Brassinn spilaði með Celta Vigo á láni á síðustu leiktíð. (Talksport)

Crystal Palace vill fá vængmanninn Jeremie Boga(23) hjá Sassuolo til að leysa Wilfried Zaha af hólmi ef hann fer í sumar. Boga var áður hjá Chelsea á Englandi. (Sky Sports)

Leeds er nálægt því að kaupa varnarmanninn Josko Gvardiol frá Dinamo Zagreb á 17 milljónir punda. Gvardiol er 18 ára gamall og leikur með króatíska U21 landsliðinu. (Mail)

Sheffield United er líklegast til að semja við framherjann Leon Dajaku(19) frá Bayern Munchen en hann myndi ganga í raðir enska liðsins á láni. (Goal)

Luis Suarez og Arturo Vidal æfðu báðir einig á laugardag en þeir eru á förum frá Barcelona. Juventus vill fá Suarez og Inter Milan reynir við Vidal. Báðir leikmenn eru 33 ára gamlir. (ESPN)



Athugasemdir
banner
banner
banner