Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   sun 06. október 2024 22:04
Elvar Geir Magnússon
Aðeins unnið tvo af sjö leikjum með Pálma í markinu
Pálmi varði mark Víkings í dag.
Pálmi varði mark Víkings í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingvar Jónsson aðalmarkvörður Víkings var geymdur á bekknum þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. Fyrir leik var Arnar Gunnlaugsson spurður út í ástæðuna í viðtali við Stöð 2 Sport.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Stjarnan

„Markmenn þurfa líka á hvíld að halda, þó það reyni ekki beint mikið á þá líkamlega í leikum þá er þetta andlegt líka. Það er líka bara fínt fyrir Pálma að fá tækifærið. Víkingar standa líka fyrir það að þegar ungir leikmenn eiga það skilið þá munum við láta þá spila," sagði Arnar.

Hinn tvítugi Pálmi Rafn Arinbjörnsson spilaði sinn sjöunda leik í Bestu deildinni í sumar en Víkingur hefur aðeins unnið tvo af þeim leikjum sem hann hefur spilað, gegn Fram og Fylki. Þrír af leikjunum hafa endað með jafntefli og tveir tapast.

Með Ingvar í markinu hefur Víkingur unnið fimmtán af átján deildarleikjum, tvisvar gert jafntefli og tapað einum leik.

Eftir leikinn var Arnar spurður að því hvort Ingvar yrði klár í næsta leik?

„Já ég held það. Ég var mjög ánægður með Pálma í dag, hann varði vel einn gegn einum og svo var hann með flottar spyrnur og kom með öðruvísi dínamík en Ingvar," sagði Arnar eftir leik.

Víkingur og Breiðablik eru enn jöfn að stigum á toppi deildarinnar þar sem Blikar gerðu svo líka jafntefli, gegn Val í Kópavoginum. Við færumst því nær hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokamferðinni.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 17 5 3 64 - 27 +37 56
2.    Breiðablik 25 17 5 3 58 - 30 +28 56
3.    Valur 25 11 7 7 59 - 40 +19 40
4.    Stjarnan 25 11 6 8 47 - 39 +8 39
5.    ÍA 25 11 4 10 45 - 37 +8 37
6.    FH 25 9 6 10 40 - 46 -6 33
Athugasemdir
banner