fim 07. janúar 2021 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Sara gerir það sem þarf til að vinna og það smitar hún út frá sér"
Hún mun alltaf djöflast og stjórna inná miðjunni og gera það sem þarf
Hún mun alltaf djöflast og stjórna inná miðjunni og gera það sem þarf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það sást á henni hvað þetta þýddi mikið fyrir hana og það er þannig sem þetta á að vera
Það sást á henni hvað þetta þýddi mikið fyrir hana og það er þannig sem þetta á að vera
Mynd: Getty images
Sara Björk Gunnarsdóttir varð í desember kjörin Íþróttamaður ársins í annað sinn á ferlinum. Árið 2020 var frábært hjá Söru en hún vann Meistaradeildina, þýsku deildina og bikarinn ásamt því að vinna frönsku bikarkeppnina. Hún gekk í raðir Lyon frá Wolfsburg síðasta sumar en það eru liðin sem léku til úrslita í Meistaradeildina.

Auk þess leiddi hún íslenska kvennalandsliðið á sitt fjórða Evrópumót í röð. Glódís Perla Viggósdóttir, samherji Söru í landsliðinu, var til viðtals í gær hér á Fótbolti.net. Fréttaritari greip tækifærið og spurði hana einnig aðeins út í Söru Björk.

Viðtalið við Glódísi:
„Finnst ég vera klár í næsta skref"

Hvernig er Sara sem leiðtogi?

„Sara Björk er frábær karakter sem hefur skilið eftir sig stórt spor allstaðar þar sem hún hefur komið við og er núna komin í besta lið í heimi," sagði Glódís.

Hvernig er að sjá liðsfélaga í landsliðinu vinna Meistaradeildina með besta liði heims?

„Það var ótrúlega gaman að sjá hana fagna Meistaradeildartitlinum og það sást á henni hvað þetta þýddi mikið fyrir hana og það er þannig sem þetta á að vera. Það er þannig leiðtogi sem Sara er."

„Hún setur sér stór markmið, vinnur hart fyrir hlutunum og gerir það sem þarf til að vinna og það er það sem hún smitar út frá sér."


Veitir það aukna trú í landsleikjum að vita að einn besti leikmaður heims er inn á miðsvæðinu?

„Sara gefur landsliðinu mikið og það er gott að vita af því að hún mun alltaf djöflast og stjórna inná miðjunni og gera það sem þarf," sagði Glódís.

Sjá einnig:
Sara Björk íþróttamaður ársins 2020 með fullt hús stiga
Frá Haukum að Meistaradeildartitlinum (Leið Söru Bjarkar á toppinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner