Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. júlí 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM kvenna í dag - Noregur mætir Norður-Írlandi
Mynd: Getty Images

Noregur og Norður-Írland eigast við í eina leik kvöldsins á Evrópumóti kvenna sem fer fram á St. Mary's Stadium í Southampton.


Noregur verður að teljast sigurstranglegri aðilinn enda með hörkulandslið en Norður-Írar munu ekkert gefa eftir.

Simone Magill, sem var fengin yfir til Aston Villa á dögunum, og Rachel Furness, leikmaður Liverpool, eru skærustu stjörnur norður-írska landsliðsins.

Liðin eru í riðli með Englandi og Austurríki sem mættust í gærkvöldi og lauk þeirri viðureign með 1-0 sigri heimakvenna.

Til samanburðar eiga Norðmenn leikmenn í mörgum af bestu liðum Evrópu. Norsku stelpurnar spila meðal annars fyrir Lyon, PSG, Arsenal, Man Utd, Chelsea, Man City og Barcelona.

Hin hálf-íslenska María Þórisdóttir er mikilvægur hlekkur í landsliði Noregs. Hún er samningsbundinn Man Utd og lék áður í efstu deild Noregs í handbolta.

Leikur kvöldsins:
19:00 Noregur - Norður-Írland (Rúv 2)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner