Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 07. september 2024 22:07
Fótbolti.net
Stefán Teitur fær mikið lof - „Geturðu sagt fleiri orð sem þú elskar í sömu setningunni?"
Icelandair
Átti virkilega góðan leik.
Átti virkilega góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er ekki langt síðan við vorum að ræða um skort í þessari stöðu'
'Það er ekki langt síðan við vorum að ræða um skort í þessari stöðu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg var framar en hann hefur verið í síðustu leikjum og var meira í boltanum.
Jóhann Berg var framar en hann hefur verið í síðustu leikjum og var meira í boltanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Löng innköst frá djúpum miðjumanni á Laugardalsvelli, það er áðurséð efni.
Löng innköst frá djúpum miðjumanni á Laugardalsvelli, það er áðurséð efni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Létt yfir Stefáni og Jóhanni á landsliðsæfingu í vikunni.
Létt yfir Stefáni og Jóhanni á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann spilaði sem sexa, en er samt svo góður á boltanum'
'Hann spilaði sem sexa, en er samt svo góður á boltanum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson lék í gær sinn 21. landsleik fyrir Ísland og átti mjög góðan leik þegar Ísland vann Svartfjallaland á Laugardalsvelli, 2-0 urðu lokatölur.

Stefán var einn af tveimur leikmönnum Íslands sem fékk 8 í einkunn í einkunnagjöf Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Kom inn á miðsvæðið í þessum leik og var mjög góður frá fyrstu mínútu. Sýndi mikið sjálfstraust og var öruggur á boltanum. Sinnti góðri varnarvinnu líka og löngu innköstin eru gott vopn að hafa," sagði í einkunnagjöf Fótbolta.net.

Landsliðsþjálfarinn Age Hareide hrósaði Stefáni á fréttamannafundi eftir leikinn. Stefán lék sem djúpur miðjumaður með fyrirliðann Jóhann Berg Guðmundsson fyrir framan sig og þar fyrir framan var Gylfi Þór Sigurðsson.

„Blandan í liðinu er mjög mikilvæg. Ef þú setur mjög mikið af ungum leikmönnum inn á sama tíma, þá vantar landsleikjareynsluna. Núna höfum við mikla landsliðsreynslu í þessum tveimur leikmönnum (Jóa og Gylfa) og þeir hafa góð áhrif á yngri leikmennina, mér finnst eins og þeir (yngri leikmennirnir) séu rólegri þegar það er mikil reynsla með þeim inn á vellinum."

„Það voru leikmenn sem áttu mjög góðan leik. Stefán Þórðarson á miðjunni, hann var mjög góður. Hann getur leyst þessa stöðu sem djúpur varnarmaður og Jóhann getur farið framar. Það var eitt af því sem við vildum gera, hafa Jóhann á miðjum vellinum og Gylfi aðeins fyrir aftan Orra. Samsetningin; að vera með Jóhann, Gylfa og Stefán, gefur okkur mjög mikið af tækifærum á miðjum vellinum. Það er hægt að byggja ofan á þetta."


„Finnst ég vera tilbúinn og fannst ég sýna það"
Stefán ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Það er bara frábært. Ég var búinn að sjá það á æfingunum í vikunni og var mjög tilbúinn og finnst ég vera tilbúinn og mér fannst ég sýna það í dag með það sem ég kem með inn í liðið og er mjög ánægður með mína frammistöðu líka," sagði Stefán þegar hann var spurður út í að vera valinn í byrjunarliðið.

„Já, ég er 100% að finna mig í þessu hlutverki. Núna eftir að ég skipti til Preston þá hef ég verið að spila tvöfalda sexu þar þannig það er svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér. Það er gott að hafa tvo reynslumikla fyrir framan sig. Það er frábært að hafa þá fyrir framan sig, þeir skilja fótbolta mjög vel og mér finnst ég gera það líka og kem með þá eiginleika sem ég kem með. Það var gott samspil á milli okkar þriggja í dag og fundum góðar leiðir í gegnum miðjuna hjá þeim. Vonandi heldur það áfram."

Stefán var kallaður inn í landsliðið í mars eftir að landsliðsþjálfarinn gaf út að hann væri fyrsti varamaður. Í vináttuleikjunum í júní var hann svo fyrsti varamaður af bekknum. Núna fékk hann kallið í byrjunarliðið.

„Þetta er fljótt að gerast. Mér fannst ég sýna í júní að ég get spilað í þessu liði, og sama í dag. Strákarnir sem hafa verið að spila á undan mér hafa líka gert það mjög vel. Við erum með mjög sterka miðju finnst mér."

„Er að taka flott skref á sínum ferli"
Fyrirliðinn Jóhann Berg ræddi einnig um Stefán í viðtali eftir leik.

„Stefán var algjörlega frábær, hann er að taka flott skref á sínum ferli. Hann var frábær með Silkeborg og er búinn að byrja mjög vel með Preston í erfiðri deild. Það er mikill kraftur í honum og hann er flottur á boltanum. Frábært að sjá hann inn á vellinum í dag." Jóhann Berg hefur spilað með Arnóri Ingva Traustasyni í síðustu leikjum en hann kom ekki við sögu í leiknum í gær.

„Ég og Arnór Ingvi höfum náð mjög vel saman. Stefán Teitur er kannski meiri sexa (djúpur miðjumaður). Arnór Ingvi og ég vorum saman á miðjunni þegar við unnum England 1-0. Þetta eru bara tveir frábærir leikmenn. Það er mikil samkeppni í liðinu, sem við þurfum."

„Það besta við hans frammistöðu var hvað Jóhann Berg leit vel út"
Rætt var um frammistöðu Stefáns Teits í Útvarpsþættinum Fótbolti.nett það sem landsleikurinn var gerður upp. Þáttinn má nálgast hér að neðan.

„Stefán Teitur, þvílíkur leikmaður sem hann er. Að vera með Championship-miðjumann frá Akranesi, geturðu sagt fleiri orð sem þú elskar í sömu setningunni? Hann var geggjaður," sagði Tómas Þór.

„Hann spilaði sem sexa, en er samt svo góður á boltanum. Hann getur varist; átti augnablik í seinni hálfleik þar sem hann hljóp Svartfelling uppi, steig hann út og Logi sópaði boltanum í burtu og Stefán fagnaði. Það sýnir að varnarleikur skiptir hann máli. Hann var æðislegur," bætti Tómas við.

„Stefán sagði í viðtölum fyrir þennan leik að hann ætti skilið að byrja í þessu liði," sagði Elvar Geir.

„Það sem mér fannst best við hans frammistöðu var hvað Jóhann Berg leit vel út. Það hjálpaði honum að fá að vera aðeins ofar á vellinum. Jóhann fékk að gera það sem hann gerir best, að vera aðeins með boltann," sagði Sæbjörn Steinke.

„Ef við getum búið til umhverfi þar sem Jóhann Berg Guðmundsson fær að njóta sín, er meira í boltanum... það er það sem íslenska landsliðið snerist um á sínum tíma. Aron Einar lá til baka og passaði upp á fjóra hektara. Þegar hann gat það ekki þá mætti Emil Hallfreðsson og hjálpaði til. Það var svo Gylfi gæti séð um hlutina þar fyrir framan, með boltann," sagði Tómas.

Breiddin orðin meiri í sexu stöðunni
„Á einu augabragði er breiddin orðin meiri í sexu stöðunni hjá okkur. Arnór Ingvi er búinn að vera geggjaður síðan Hareide tók við. Svo er Ísak Bergmann Jóhannesson búinn að tala um að hann sé orðinn sexa. Það er ekki langt síðan við vorum að ræða um skort í þessari stöðu. Núna eru óvæntir leikmenn að þróast inn í þessa stöðu," sagði Elvar Geir.
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Útvarpsþátturinn - Gamla og nýja bandið búa til smelli
Athugasemdir
banner
banner
banner