David Coote var fyrr í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að hafa útbúið óviðeigandi myndskeið af barni.
Hann þarf því ekki að sæta fangelsisvistar nema hann brjóti aftur af sér á næstu tveimur árum. Þá var honum gert að vinna 150 klukkustundir af ólaunaðri samfélagsvinnu.
Málið var í flokki A, sem er alvarlegasti flokkurinn þegar kemur að slíkum málum. Myndbandið sem um ræðir er frá 2020 og af 15 ára gömlum dreng.
Hann þarf því ekki að sæta fangelsisvistar nema hann brjóti aftur af sér á næstu tveimur árum. Þá var honum gert að vinna 150 klukkustundir af ólaunaðri samfélagsvinnu.
Málið var í flokki A, sem er alvarlegasti flokkurinn þegar kemur að slíkum málum. Myndbandið sem um ræðir er frá 2020 og af 15 ára gömlum dreng.
Coote er fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni en hann var settur til hliðar af enska fótboltasambandinu sumarið 2024 eftir að myndband fór í dreifingu þar sem hann fór ófögrum orðum um Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool.
Í kjölfarið birtist svo annað myndband þar sem hann sást neyta eiturlyfja og var hann þá settur til hliðar af UEFA. Eftir það kom umrætt barnaníðsmál upp.
Athugasemdir



