David Coote, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, mætti í dómsal í Nottingham í dag og játaði sök fyrir að gert óviðeigandi myndband af barni.
Í síðasta mánuði neitaði Coote sök að málinu. Í dómsal í dag staðfesti fyrrum dómarinn einungis nafn sitt, fæðingardag og afstöðu sína í málinu. Málinu frestað til 11. desember og verður þá dómur kveðinn upp.
Ákvörðun um hvort að Coote verði vistaður í fangelsi verður tekin þegar allr upplýsingar málsins liggja fyrir. En dómari málsins hefur fyrirskipað skýrslu fyrir dómsuppkvaðningu í desember.
Í breskum fjölmiðlum er sagt að málið sé í 'flokki A' en það er alvarlegasti flokkurinn þegar kemur að slíkum málum. Mál eru yfirleitt sett í 'flokk A' þegar börnum er nauðgað eða þau kynferðislega misnotuð af fullorðnum einstaklingum. En myndbandið sem um ræðir er frá 2020 og af 15 ára einstaklingi.
Coote var settur til hliðar af enska fótboltasambandinu í fyrra eftir að myndband fór í dreifingu þar sem hann fór ófögrum orðum um Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool.
Í kjölfarið birtist svo annað myndband þar sem hann sást neyta eiturlyfja og var hann þá settur til hliðar af UEFA.
Í sumar fjallaði The Sun um að Coote væri farinn að starfa sem sendill fyrir heimsendingafyrirtækið Evri.
Former Premier League referee David Coote pleads guilty to making indecent images of a child. pic.twitter.com/8rplzMOt3z
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 14, 2025