City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   mið 10. september 2025 12:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Coote kærður fyrir að gera myndband af barni
David Coote.
David Coote.
Mynd: EPA
David Coote, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið ákærður fyrir að gera óviðeigandi myndband barni.

Coote mun mæta í dómsal í fyrsta sinn á morgun þar sem málið verður tekið fyrir.

Í breskum fjölmiðlum er sagt að málið sé í 'flokki A' en það er alvarlegasti flokkurinn þegar kemur að slíkum málum. Mál eru yfirleitt sett í 'flokk A' þegar börnum er nauðgað eða þau kynferðislega misnotuð af fullorðnum einstaklingum.

Myndbandið sem um ræðir er frá 2020.

Coote var settur til hliðar af enska fótboltasambandinu í fyrra eftir að myndband fór í dreifingu þar sem hann fór ófögrum orðum um Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool. Í kjölfarið birtist svo annað myndband þar sem hann sást neyta eiturlyfja og var hann þá settur til hliðar af UEFA.
Athugasemdir
banner