þri 08. júní 2021 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðsfélagi Glódísar setur nýtt Evrópumet
Caroline Seger.
Caroline Seger.
Mynd: EPA
Caroline Seger, liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttir, mun setja nýtt met á næstu dögum.

Hún mun spila 214. og 215. landsleiki sína fyrir Svíþjóð og er það nýtt Evrópumet. Hún verður leikjahæsta landsliðskona Evrópu fyrr eða síðar.

Caroline Seger er 36 ára gömul en hún stefnir á það að fara á Ólympíuleikana í sumar og Evrópumótið á næsta ári með Svíþjóð. Hver veit nema hún spili á HM 2023?

Hægt er að lesa skemmtilegt viðtal við hana á heimasíðu FIFA með því að smella hérna.

Hún og Glódís Perla spila saman í Rosengård í Svíþjóð, toppliðinu þar í landi. Glódís verður 26 ára í sumar en hún á að baki 91 A-landsleik fyrir Ísland.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner